Föstudagsþraut : afmælisdagar!

12 þekktir einstaklingar sem þið ættuð nú að þekkja vel, ekki satt?? Alla þessa má finna á Amtsbókas…
12 þekktir einstaklingar sem þið ættuð nú að þekkja vel, ekki satt?? Alla þessa má finna á Amtsbókasafninu, annað hvort á síðum bóka eða á mynddiskum!

Í dag á einhver afmæli og á morgun líka! Það er föstudagur og komið að þraut vikunnar á heimasíðunni!

Hún er einföld, eins og alltaf ... ekki satt? Hún felst í því að skoða töfluna hér fyrir neðan. Fyrsti dálkurinn inniheldur afmælisdaga tólf þekktra persóna úr heimi bókmennta og/eða kvikmynda. Næsti dálkur sýnir nöfn persóna í öfugri stafrófsröð og sá þriðji sýnir heitin á verkunum sem þessar persónur koma fyrir í. Ég veit ... ég veit ... greinirinn „The“ ætti auðvitað ekki að ráða stafrófsröðun, en það er fössari og þá má alveg gera svona.

Já ... og svo er ykkar að setja rétta persónu saman við réttan afmælisdag og rétt verk. Til gamans eru myndir af persónunum til hliðar.

Mynd af þremur dálkum með nöfnum, afmælisdögum og heitum á verkum

Rétt lausn hér fyrir neðan:
Listi með nöfnum persóna, afmælisdögum þeirra og úr hvaða verkum þau koma

Heimsmetið í að leysa þessa þraut er 1 mínúta og 17 sekúndur. Það var Æ Læ Alott frá Liverpool í Englandi. Íslandsmetið á starfsmaður Amtsbókasafnsins á Akureyri en vill ekki láta nafn síns getið ... og ekki hver tíminn er.

Góða helgi! (og já ... munið að það er opið á laugardögum, kl. 11-16).

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan