Föstudagsþraut 2023 nr. 9 : fimm vitlausir hlutir! (með svörum!)

Kæru þrautgóðu safngestir! Nú er komið að einni laufléttri föstudagsþraut. Hún gengur út á að finna 5 hluti sem eiga ekki heima í litlu búðinni okkar. Auðvitað viljum við að þið dásamið búðina og aukaspurning gæti verið: Hey, getiði bent á nýju múmínvörurnar? En aðalmálið hér er að finna fimm hluti á þessari mynd, sem við erum ekki að selja. Fimm vitlausir hlutir.

Gangi ykkur vel (heimsmetið í að leysa þetta er 2,9 sekúndur), munið eftir góða skapinu og eigið góða helgi!

Hér fyrir neðan er svo myndin með rauðum hringjum sem teiknaðir voru utan um hlutina sem eiga ekki að vera þarna:

Mynd af hillum með alls kyns söluvörum

- Yfirstrikunarpenni vinstra megin í hillunni
- Svartur vatnsbrúsi hægra megin
- Olía fyrir pappírstætara
- Kaffibollinn hennar Þuru - með kaffi í!!
- Bréfþurrku-rúlla

Jæja ... hvað náðir þú mörgu ... á hversu stuttum tíma?

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan