(svör komin!) Föstudagsþraut 2023 nr. 38 - Stiginn norður og niður

(svör neðst) Kæru stigaelskandi safngestir! Það er gaman að fara upp og niður stigann okkar, ekki satt? Til að auka á þá gleði, þá höfum við ákveðið að breytingarnar fimm þennan föstudaginn tengist honum. Gaman gaman. (Og ekki vitlaus hugmynd að leysa þetta á staðnum!)

Þegar þetta er skrifað eru bara 37 dagar eftir af árinu og enn svo margt eftir að gerast. Litla búðin okkar er til dæmis frábær staður til að kaupa fallegar jólagjafir, múmínkönnurnar eru hvergi ódýrari. Svo eru viðburðir á fullu og viðburðadagatalið alltaf að uppfærast. Ertu ekki örugglega að fylgjast með?

En að þrautinni, þá er hún eins og venjulega: finndu fimm breytingar og bíddu þar til á mánudag til að fá staðfest hvort þú hafir haft rétt fyrir þér eða ekki.

Vonandi verður helgin frábær og við sjáumst hress hér á laugardeginum eða á mánudeginum ... nú, eða bara báða dagana og alla daga ... við erum alltaf hér :-)

 

Mynd af stiga sem er skreyttur með mismunandi litum og orðum

 

 

Rétt svör:

Mynd af skreyttum stiga

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan