Kæru safngestir og heimasíðuunnendur! Föstudagur til fja....árs... og þriðja þraut ársins komin í loftið. Vitiði hvað? Hún er ekki af verri endanum. Margar vitleysur í gangi!
Svör fyrir titlana fimm á aðalmyndinni: Efri bók til vinstri: Sonur Hamas, efri bók til hægri: Afskræmd, neðri bók til vinstri: Nafnlausa stúlkan, neðri bók í miðið: Arabíukonur, neðri bók til hægri: Von.
...
Aukaspurning a: Er anddyrið tilbúið, er búið að mála það?? (Staðan 30.janúar: nei!)
Aukaspurning b: Hvar er þessi mynd tekin í bænum? (þetta er portið á bakvið Amtsbókasafnið!)
Aukasspurning c í nokkrum liðum: 1) Sástu prentvilluna? (orðið aukaspurning á ekki að vera með tveimur s-um) 2) Hver af þessum myndum er tilnefnd til Óskarsverðlaunanna í ár? (Af þessum á myndinni er það The Batman) 3) Á þessum tíma, hversu margar myndir á Amtsbókasafnið nú þegar af þeim myndum sem tilnefndar voru um daginn til Óskarsins (hint: fleiri en 2) (þær eru fjórar: Top Gun: Maverick, Turning Red, The Batman og Elvis).
Aukaspurning d: Ef þú stendur fyrir framan skjáinn og þetta er útsýnið ... í hvaða átt ertu að horfa? (nokkuð góða vesturátt)
Aukaspurning e: Hvaða heitir aðilinn sem málaði þetta og kennir öðru fólki að vatnslita á tveggja vikna fresti á Amtsbókasafninu? (Hún heitir Jitka Hermánková)
Takk fyrir og góða helgi! Munið innganginn, munið að brosa og munið að opið er á laugardögum í vetur!! Amtið - dyr inn í ævintýraheim!