Föstudagsþraut 2023 nr. 20 - hálfsársspurningar! (svör!)

(Svörin eru komin neðst!) Það er föstudagur og hann er til fjár. Ert þú klár eða heitir Már? Ekkert fár samt því það er næstum búið hálft ár. Meira bullið þetta pár! Ekki vera sár þótt falli rigningartár, hjá okkur er auglýsingaskjár og hann er ekki smár! Þraut númer tuttugu er með spurningum úr fyrri þrautum!!!

Ha? Hvad mener du? I mean, þar sem hálft ár er að klárast á miðnætti, þá er við hæfi að rifja upp gamlar þrautir, þ.e. þrautir 1-19, og sjá hversu mikið þið munið!

Vú hú!

Vonandi eigið þið góða helgi!

 

1. Hvenær var Amtsbókasafnið stofnað?
2. Hver er afgreiðslutíminn virka daga?
3. Nefnið fjóra mánuði úr gamla norræna tímatalinu.
4. Hvaða drykk sögðust Stuðmenn nota til að skola niður hákarli, hrútspungum og magál?
5. Hver er höfundur bókarinnar Stýfðar fjaðrir?
6. Hvað eiga konurnar Virginia Cherrill, Barbara Hutton, Betsy Drake, Dyan Cannon og Barbara Harris allar sameiginlegt?
7. Hverrar þjóðar er rithöfundurinn Jenny Colgan?
8. Hvaða rugltitill er þetta og hver er höfundurinn? : nsakkni í tþate nsni
9. Hver býður Einari Áskeli alltaf upp á snúða og kex þegar hann kemur í heimsókn?
10. Hvað heitir leynivinur Einars Áskels?

 

Svör koma væntanlega á mánudag, því það er ykkur í hag, að taka slag og læra fag ... það kemur skapinu í lag!

 

SVÖR:
1. 1827
2. 8:15-19:00 (sjálfsafgreiðsla til 10:00)
3. Mörsugur, Þorri, Góa, Einmánuður, Harpa, Skerpla, Sólmánuður, Heyannir, Tvímánuður, Haustmánuður, Gormánuður, Ýlir
4. Léttmjólk
5. Guðrún frá Lundi
6. Þær voru allar fyrrum eiginkonur leikarans geðþekka, Cary Grant.
7. Hún er skosk (frá Skotlandi)
8. Kannski í þetta sinn (e. Jill Mansell)
9. Amma hans
10. Mangi

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan