Föstudagsþraut 2023 nr. 13 - Hvar er mörgæsin? (svör komin)

Kæru föstudagselskandi safngestir og heimasíðuaðdáendur! Það er komið að því! Þrettánda föstudagsþrautin ... og hún er af léttara taginu (eins og alltaf, ha?)

Í þetta sinn tengist þrautin hinum vinsælu mörgæsum. Reyndar er bara um eina mörgæs að ræða og ef þið viljið nafn, þá er Maggi mörgæs möguleiki! Alla vega...

Mörgæsin slapp út úr einu borðspilinu okkar og fór í för um 1. hæðina á Amtsbókasafninu. Það náðust sjö myndir af henni og þið eigið í raun að finna hana á þessum sjö myndum.

Aðalmyndin með þessari þraut er nærmynd af Magga mörgæs til að þið áttið ykkur á útlitinu. Myndirnar sjö finnið þið svo hér fyrir neðan.

Rétt svör verða svo birt eftir helgi.

Takk fyrir og eigið hana góða!

 

 

Mynd af bókum í hillu Mynd 1: Klemmd á milli tveggja prjónabóka fyrir miðju.

Mynd af bókum í hillu Mynd 2: Í efstu bókahillu til hægri, smá í felum við hlið hillufestingar.

Mynd af bókum í hillu Mynd 3: Neðst á mynd, í hillu milli tveggja bóka.

Mynd af alls kyns söluvarningi í hillum (aðallega múmínvörur svokallaðar) Mynd 4: Ofan í glasi nr. 2 frá hægri í topphillu.

Mynd af bókum á borði ásamt plöntu Mynd 5: Flækt aðeins innan í plöntunni.

Mynd af konu sitjandi og vinnandi við tölvu og starir á skjáinn Mynd 6: Föst við hárenda Eydísar, á peysunni.

Mynd af mynddiskum í hillu Mynd 7: Liggur ofan á hillu, gægist undan hulstri vinstra megin við lampann.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan