Fjölbreytileikanum fagnað

Þessa dagana hefðu Hinsegin dagarnir verið haldnir hátíðlegir með hinum ýmsu viðburðum en sökum hertra sóttvarnarreglnahefur fólk verið hvatt til að fagna fjölbreytileikanum um allt land án hópamyndunar. Í morgun voru því  regnbogafánar dregnir að húni fyrir utan stofnanir Akureyrarbæjar, þar á meðal fyrir utan Amtsbókasafnið. Með þessum hætti vilja stjórnendur og starfsfólk Akureyrarbæjar sýna hinsegin fólki samstöðu og styðja við mannréttindabaráttu þeirra.
 
Við minnum á hinar ýmsu hinsegin bækur sem að safnið hefur til útláns. En svo má einnig finna hinsegin bækur á Rafbókasafninu
 

Það sem þarf:
- Sími, spjald eða tölva
- Bókasafnsskírteini
- Appið Libby eða Overdrive


Sjá leiðbeiningar með því að smella hér

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan