Bókarkynning: Ævintýraeyjan Tenerife e. Snæfríði Ingadóttur

Fáir staðir í Evrópu státa af jafn hlýju og stöðugu veðurfari og Tenerife enda hefur eyjan verið vin…
Fáir staðir í Evrópu státa af jafn hlýju og stöðugu veðurfari og Tenerife enda hefur eyjan verið vinsæll áfangastaður sóldýrkenda. Tenerife á sér þó aðra hlið sem snýr ekki eingöngu að sólskini, ströndum og sundlaugarbökkum.

Pýramídar, regnskógur, náttúrulaugar, góðar gönguleiðir og geitaostur. Allt þetta og meira til á Tenerife! 

Fimmtudaginn 31. maí kl. 17:00 mun Snæfríður Ingadóttir fjölmiðlakona fjalla um nýútkomna ferðahandbók sína, Ævintýraeyjan Tenerife - stór ævintýri á lítilli eyju, á Amtsbókasafninu. 

Snæfríður ferðast árlega til Kanaríeyja með fjölskyldu sinni og er Tenerife í sérstöku uppáhaldi hjá henni. Í bókinni deilir hún úr reynslubanka sínum og gefur lesendum hugmyndir að ýmsu áhugaverðu sem vert er að skoða og upplifa á Tenerife. 

Ef þú ert á leið til Tenerife og vilt lenda í stórum ævintýrum á þessarri litlu eyju þá veitir þessi bók þér innblástur! Bókin verður fáánleg á staðnum á tilboðsverði. 

Verið hjartanlega velkomin! 

Þess má geta að fáir staðir í Evrópu státa af jafn hlýju og stöðugu veðurfari og Tenerife enda hefur eyjan verið vinsæll áfangastaður sóldýrkenda. Tenerife á sér þó aðra hlið sem snýr ekki eingöngu að sólskini, ströndum og sundlaugarbökkum. Á eyjunni má til dæmis finna frábærar gönguleiðir um stórbrotið landslag, náttúrulaugar, pýramída og fjölbreytta afþreyingu fyrir alla fjölskylduna.

ATHUGIÐ: Snæfríður mun einnig kynna aðra bók sína Íbúðaskipti, þriðjudaginn 15. maí kl. 17:00. Sjá viðburð: https://bit.ly/2JKTo3M

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan