Auglýsingaskjárinn

Athugulir safngestir taka eftir því að þegar gengið er í átt að afgreiðslu safnsins frá anddyrinu, á mótum gömlu byggingarinnar og nýbyggingarinnar, er sjónvarpsskjár á vesturveggnum. Þar má finna alls konar upplýsingar.

Upplýsingar um afgreiðslutíma safnsins, viðburði sem áætlaðir eru, gjaldskrá safnsins, nýtt efni (bækur, borðspil, kvikmyndir o.fl.), hvaða vörur eru til í litlu safnbúðinni okkar ásamt mörgu fleiru. Þarna eru líka glærur sem kynna örlítið fyrir ykkur starfsemi Héraðsskjalasafnsins á Akureyri (sem er staðsett á 3. hæð byggingarinnar). Inn á milli má svo finna hreyfimyndir og myndbönd sem tengjast starfseminni, t.d. vinsælu tiktok-myndböndin okkar. Svo má ekki gleyma hinum yndislegu bookface-myndum sem hafa birst síðustu misseri á instagram-síðunni okkar og á Facebook.

Við ætlumst ekki til að safngestir standi þarna fyrir framan og horfi á allar glærurnar í einum rykk (þó það sé gaman ... tekur 7-8 mínútur kannski) en við vonum auðvitað að þetta veki athygli og gleði.

Ef þið hafið sniðugar hugmyndir um hvað mætti sýna þarna á skjánum, þá megið þið endilega koma þeim áleiðis til okkar (doddi@amtsbok.is).

Annars sjáumst við bara hress, kát og fróðleiksfús á Amtsbókasafninu!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan