Amtsbókasafnið vel sótt af ungum safngestum

Nokkur þeirra barna sem tóku þátt í sumarlestri árið 2017
Nokkur þeirra barna sem tóku þátt í sumarlestri árið 2017

Það er gleðiefni hve vinsælt Amtsbókasafnið er á meðal ungra safngesta. Fjölmörg börn hafa heimsótt safnið í sögustundum og skólaheimsóknum frá því í september s.l. og fram í maí, eða alls um 1823 börn. Þar eru ótalin þau börn sem koma í fylgd foreldra, systkina eða skunda hingað sjálf, en þau eru ófá ☺️

Vel heppnuðu námskeiði í sumarlestri lauk fyrir nokkrum dögum síðan með skemmtilegri og notalegri útskrift þriðja hóps. Alls tóku 54 börn þátt í sumarlestrinum í ár og hefur mikið fjör einkennt síðustu vikur. Myndir úr sumarlestri má sjá á Facebook-síðu safnsins hér og á Flickr

Verið ávallt velkomin á Amtsbókasafnið! 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan