Amtsbókasafnið tekur þátt í Barnamenningarhátíð á Akureyri

Dagskrá hátíðarinnar má sjá á barnamenning.is
#barnamenningak
Dagskrá hátíðarinnar má sjá á barnamenning.is
#barnamenningak

Barnamenningarhátíð á Akureyri er hafin!

Fjörið fer fram dagana 9.-14. apríl

Það verður ýmislegt um að vera víða í bænum næstu daga og á Amtsbókasafninu líka:

  • Í dag, miðvikudaginn 10. apríl kl. 15:00 fer fram smiðjan Búðu til bók!
  • Ókeypis er í bókagerðina sem haldin er í samstarfi við Ós pressuna og nýtur viðburðurinn stuðnings Akureyrarbæjar.
  • Fmmtudaginn 11. apríl kl. 16:30 fer fram sögustund. Fríða barnabókavörður mun lesa bókina Lillabo-hraðlestin eftir Sophie Holmqvist og hver veit nema boðið verður upp á páskanammi.
  • Laugardaginn 13. apríl kl. 11:00-13:30 mun Markús Már Efraím koma hingað á safnið og vera með ritlistarsmiðju þar sem samdar verða draugasögur. Sá viðburður nýtur einnig stuðnings Akureyrarbæjar. 
  • Eftir ritlistarsmiðjuna á laugardaginn, kl. 15:00 mun Markús Már síðan vera með draugasögupplestur sem fá hárin til að rísa á viðstöddum.
  • Þess má geta að sýningin Þetta vilja börnin sjá sem nú stendur yfir í Hofi, er samstarfsverkefni Amtsbókasafnsins og Menningarfélags Akureyrar. Á morgun fer þar fram viðburðurinn Sjónrænt síðdegi, þar sem ungum gestum býðst að skapa, sýna og túlka undir leiðsögn myndhöfundarins Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur.

Verið hjartanlega velkomin á Amtsbókasafnið! 

Markmið Barnamenningarhátíðar á Akureyri er að hvetja börn og ungmenni til virkrar þátttöku í menningarstarfi og veita þeim tækifæri til að njóta lista og menningar. Sérstök áhersla er lögð á verkefni sem efla sköpunarkraftinn.

Leiðarljós hátíðarinnar eru fagmennska, fjölbreytileiki, jafnræði og gott aðgengi fyrir öll börn og ungmenni. Vettvangur hátíðarinnar er Akureyri og leitast er við að nýta spennandi og áhugverð rými þar sem börn geta skapað, notið, sýnt og túlkað. Meginreglan er að aðgengi að viðburðum sé ókeypis.

Barnamenningarhátíð á Akureyri tekur mið af markmiðum Menningarstefnu Akureyrarbæjar og aðgerðaráætlun Akureyrarbæjar um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með það að markmiði að verða fyrsta barnvæna sveitarfélagið.

- Texti af barnamenning.is:

Myllumerki hátíðarinnar er #barnamenningak

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan