Amtsbókasafnið lokað, a.m.k. fram að hádegi, 7. febrúar

Fegurðin er mikil í kringum Amtsbókasafnið ... en gera má ráð fyrir því að mánudaginn 7. febrúar ver…
Fegurðin er mikil í kringum Amtsbókasafnið ... en gera má ráð fyrir því að mánudaginn 7. febrúar verði aftakaveður fram eftir degi og því lokað á safninu.

Kæru safngestir! Almannavarnir eru að biðja fólk um að vera ekki á ferli mánudagsmorguninn 7. febrúar nk. vegna veðurs sem væntanlega mun koma hér yfir.

Amtsbókasafnið á Akureyri verður því lokað a.m.k. fram að hádegi, líkt og aðrar stofnanir eins og leik- og grunnskólar.

Fylgist endilega með tilkynningum hér og á samfélagsmiðlunum okkar eftir því sem líður á daginn, um það hvenær við opnum.

Verið óhult, örugg og líði ykkur sem best,
    starfsfólk Amtsbókasafnsins á Akureyri 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan