Amtsbókasafnið er hlýtt og opið

Kæru safngestir! Við vonum að jólin hafi verið ykkur sem best og lesturinn hafi gengið vel! Afgreiðslutíminn hjá okkur í gær, dag, á morgun og á fimmtudag er eðlilegur: frá 8.15-19:00 (sjálfsafgreiðsla milli 8.15-10:00).

Húsvörðurinn fór í ofurgallann sinn og mokaði hreina og beina leið að aðalinngangi safnsins. Vissulega snjóar fallega en það er hlýtt og notalegt inni hjá okkur á Amtsbókasafninu. Arineldurinn logar á skjá í sýningarrýminu og hægindastólarnir okkar eru afskaplega þægilegir ... sófarnir líka. Við hugum auðvitað að sóttvörnum, sprittum sameiginlega snertifleti og hreinsum bækur, allt gert til að dvöl ykkar á safninu geti verið sem yndislegust.

Sjáumst hress og kósí á Amtsbókasafninu í dag, á morgun og fimmtudag. Svo kemur 2022 ...

Arineldurinn er fallegur og yljar okkur ... í huganum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan