Amtið á tímum kórónu

Það var hörkufjör hjá okkur á Amtsbókasafninu, mánudaginn 23. mars. Fólk vildi fá sér afþreyingarefn…
Það var hörkufjör hjá okkur á Amtsbókasafninu, mánudaginn 23. mars. Fólk vildi fá sér afþreyingarefni í formi bóka, spila, kvikmynda, tímarita o.fl. - Tæplega 600 manns mættu þennan dag!

Nú eru sögulegir og óvenjulegir tímar. Vegna þess að hið herta samkomubann er hafið þá hefur Amtsbókasafninu á Akureyri verið lokað tímabundið. Þeir sem fylgjast reglulega með fréttum vissu að safninu yrði lokað og einnig auglýstum við það um leið og það var orðið ljóst.

Það var því mjög mikið fjör hér í gær, lánþegar tóku heldur betur vel við sér og komu fjölmargir til okkar að finna sér eitthvað að lesa, spila, hlusta og horfa á. Til að átta sig betur á því hversu mikið fjör var hjá okkur má nefna að útlán dagsins voru 2318 en á meðalmánudegi eru útlán á milli 500-700.

Við vitum ekki hvernig framhaldið verður. Við metum stöðuna reglulega og förum auðvitað eftir því sem yfirvöld segja. Við starfsmenn verðum á fullu að vinna ýmis önnur og þörf verk, við munum svara netpóstum og símtölum, og við munum meta síðar hvort við getum eitthvað bætt þjónustuna fyrir ykkur meðan á þessum sögulega tíma stendur.

Meðfylgjandi eru myndir frá þessum degi og einnig eru myndir af starfsfmönnum að vinna „á bak við tjöldin"

 

Siggi raðar bókum, Júlí málar, Þórður raðar tímaritum, kaffiaðstaða starfsmanna, Guðrún fínraðar, og bækur að hverfa hvert?

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan