Afgreiðslutími um jól og áramót

Nú er einungis vika í jólin og við finnum öll spennuna og gleðina magnast. Amtsbókasafnið verður opið eins og venjulega í næstu viku, fyrir utan lokun á aðfangadag og jóladag. En til að átta sig betur á þessu þá fylgir hér yfirlit yfir afgreiðslutíma Amtsbókasafnsins um jól og áramót.

Við minnum lestrarhestana á að hægt er að panta bækur ef þær eru ekki inni. Það sama gildir um kvikmyndir, spil, tímarit og allt safnefni.

Sjáumst í jólaskapi á Amtinu!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan