Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Áhugavert myndband um kynferðislega áreitni á vinnustöðum

Áhugavert myndband um kynferðislega áreitni á vinnustöðum

Hér ber að líta áhugavert myndband frá samtökum sem heita Time's Up og voru stofnuð í kjölfar MeToo byltingarinnar í fyrra. Inn á myndbandið talar leikarinn Daniel Glover. Myndbandið útskýrir í einföldu máli kynferðislega áreitni á vinnustöðum. Öllum á að líða vel í vinnunni og allir eiga að upplifa virðingu og öryggi í vinnunni.
Lesa fréttina Áhugavert myndband um kynferðislega áreitni á vinnustöðum
Samfélagstíðindi - Barnvænt samfélag

Samfélagstíðindi - Barnvænt samfélag

Þann 20. desember sl. samþykkti bæjarráð aðgerðaáætlun vegna innleiðingar á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Barnvæn sveitarfélög er verkfærakista og líkan sem styður við innleiðingu Barnasáttmálans. Í október 2016 gerðu Akureyrarbær og Unicef með sér samstarfsyfirlýsingu um að Akureyri yrði fyrsta barnvæna sveitarfélagið á Íslandi og er aðgerðaáætlunin hluti af því ferli. Á næstunni verður öllu starfsfólki bæjarins boðið upp á skemmtilegt námskeið um barnvænt sveitarfélag.
Lesa fréttina Samfélagstíðindi - Barnvænt samfélag
Íþróttastefna Akureyrarbæjar kynnt í SÍMEY þriðjudaginn 22. janúar

Íþróttastefna Akureyrarbæjar kynnt í SÍMEY þriðjudaginn 22. janúar

Akureyrarbæjar hefur staðið fyrir hádegisfyrirlestrarröð í vetur um stefnur bæjarins. Næsta stefna sem kynnt verður er Íþróttastefnan og fer kynningin fram á morgun, þriðjudaginn 22. janúar frá kl. 12:15-13:00. Allir eru velkomnir á kynningarnar sem fara fram í SÍMEY að Þórsstíg 4.
Lesa fréttina Íþróttastefna Akureyrarbæjar kynnt í SÍMEY þriðjudaginn 22. janúar
Öldrunarheimili Akureyrar og Eden Iceland hlutu styrk frá Norðurorku

Öldrunarheimili Akureyrar og Eden Iceland hlutu styrk frá Norðurorku

Að takast á við breytingar – sjálfsefling Eden Iceland og Öldrunarheimili Akureyrar fengu styrk frá Norðurorku í síðustu viku til að vinna að samstarfsverkefni. Verkefnið er að þýða úr ensku námskeið og námskeiðsgögn og aðlaga að íslenskum aðstæðum fyrir aldraða. Námskeiðið er tveggja daga námskeið og ætlað að styrkja aldraða sem einstaklinga til að geta lifað sjálfstæðu farsælu lífi. Aldraðir er fjölmennur hópur á aldrinum 67 til 100 ára, sem tekst á við stöðugar breytingar í lífi sínu, innra sem ytra og það er samfélaginu mikilvægt að aldraðir einstaklingar séu meðvitaður um styrk sinn og möguleika til að lifa lífinu lifandi og láta gott af sér leiða. Markmið verkefnisins er: Að styðja við samfélag sem hvetur til þroska og horfir á styrkleika einstaklingsins óháð aldri. Að hvetja einstaklinginn til að nýta hæfileika sína og færni, líka þá er búa við öldrun, færniskerðingu og sjúkdóma. Að stuðla að gróskumiklu og þroskandi samfélagi þar sem öldrun og aldraðir eru eðlilegur hluti af samfélaginu sem og tengsl á milli kynslóða. Að taka þátt í samfélagsþróun þar sem ný viðhorf til öldrunar eru hluti af nýrri menningu komandi kynslóða. Fræðsla til aldraðra og háaldraðra þarf að vera á þeirra forsendum og með skilningi á þeirra aðferðum til að þroskast, læra og tileinka sér nýungar þar sem þeir nýta áratuga reynslu sína og þær persónulegu aðferðir sem þróaðar hafa verið á langri ævi. Nýjustu rannsóknir sýna okkur að heilinn og taugaboð halda áfram að þroskast og breytast á meðan við lifum en sú kenning afsannar það sem áður var talið að hrörnun og stöðnun heila og taugaboða byrji á miðjum aldri og hrörnunin héldi áfram það sem eftir væri ævinnar.
Lesa fréttina Öldrunarheimili Akureyrar og Eden Iceland hlutu styrk frá Norðurorku
Eingreiðslur samkvæmt kjarasamningum

Eingreiðslur samkvæmt kjarasamningum

Þann 1. febrúar 2019 verður félögsmönnum í Kili, SFR, Einingu-Iðju, Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, MATVÍS, Sjúkraliðafélags Íslands, Kjarafélagi viðskipta- og hagfræðinga, Félagi íslenskra hljómlistarmanna, Félagi leikskólakennara, Félagi stjórnenda leikskóla, Skólastjórafélagi Íslands og Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum greidd sérstök eingreiðsla skv. gildandi kjarasamningi. • Eingreiðslan greiðist hverjum starfsmanni miðað við fullt starf sem er við störf í desember 2018 og er enn í starfi í janúar 2019. • Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall í desember. • Þeir starfsmenn sem ekki eru í föstu starfshlutfalli í desember fá ekki eingreiðslu. • Starfsmenn i launalausu leyfi í desember 2018 eiga ekki rétt á eingreiðslu. • Starfsmenn sem eru í launuðu námsleyfi í desember teljast vera við störf og eiga rétt á eingreiðslu. • Starfsmenn sem eru í fæðingarorlofi í desember 2018 fá eingreiðslu Þann 1. maí 2019 verður félagsmönnum í aðildarfélögum BHM, Félagi ísenskra hjúkrunarfræðinga, Kjarafélagi Tæknifræðingafélags Íslands, Stéttarfélagi verkfræðinga og Stéttarfélagi byggingafræðinga greidd sérstök eingreiðsla skv. gildandi kjarasamningi. • Eingreiðslan greiðist hverjum starfsmanni sem er við störf í janúar, febrúar eða mars 2019. • Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall þessa þrjá mánuði.
Lesa fréttina Eingreiðslur samkvæmt kjarasamningum
Mannauðsmoli: Er tölvupósturinn orðinn til vandræða?

Mannauðsmoli: Er tölvupósturinn orðinn til vandræða?

Á síðustu áratugum hafa rafræn samskipti aukist mikið. Nútímasamfélag einkennist af miklu áreiti, bæði í einkalífi og starfi. Við erum misvel í stakk búin til að takast á við mikið áreiti, sumir njóta sín best þegar allt er á fullu og kallað er úr öllum áttum á meðan aðrir eiga bágt með að einbeita sér í stöðugu ónæði og kysu að vera í rólegra umhverfi til að sinna verkefnum betur. En sama hver við erum þurfum við öll að geta stýrt áreitinu sem á okkur dynur. Mörg störf krefjast mikillar notkunar á tölvupósti, enda er hann frábært hjálpartæki sem sparar tíma og fjármuni. Sumir vinna nær eingöngu við að lesa póst, vinna úr erindum og senda svör. Stundum verjum við þó of löngum tíma í lestur og viðbrögð við póstum á kostnað mikilvægari verkefna sem verður að sinna. Hér eru nokkur ráð sem gætu komið að gagni ef pósturinn er orðinn til vandræða: Skoðaðu póst á ákveðnum tímum dagsins Ef þú hefur tök á er gott ráð að vinna bara í tölvupósti á tilteknum tímum dagsins. Það fer tími í að vakta póstinn eða skoða hann jafnóðum án þess að svara. Nýr póstur truflar þig við það sem þú ert að gera þá stundina og því er best að opna póstinn aðeins þegar þú ert reiðubúinn að svara erindum eða flokka. Rannsókn hefur sýnt að þrátt fyrir að verða fyrir truflun gátu þátttakendur leyst flókin verkefni innan tímaramma með því að vinna þau hraðar. Sú pressa veldur þó streitu og rænir orku. Því er best að forðast óþarfa truflun af póstinum eins og mögulegt er. Slökktu á tilkynningum um að nýr póstur hafi borist ...nema þú sért í starfi sem krefst þess að þú vaktir alla pósta og þurfir að bregðast strax við þeim. Eyddu strax pósti sem skiptir ekki máli Þegar þú skoðar póst taktu þá strax ákvörðun um hvað þú gerir við hann. Eyddi því strax sem skiptir ekki máli. Þá losnarðu við að lesa þá pósta aftur síðar þegar þú ert kominn með haug sem þarf að fara í gegnum. Fullvissaðu þig þó um reglur á vinnustað og berðu undir yfirmanninn hverju óhætt er að henda almennt. Áframsendu strax ef þú getur ekki svarað Ef aðrir eru betur hæfir til að svara flóknu erindi er um að gera að senda það strax áfram. Best er að svara sendanda og bæta samstarfsmanni við með stuttri útskýringu. Sjálfsagt er að hafa áður samráð við vinnufélagann svo að sendandinn sé ekki sendur frá einum til annars. Þú gætir viljað geyma svona fyrirspurnir í sérstakri möppu til að fylgja málum eftir. Kláraður það sem tekur stuttan tíma að svara Ef þú getur svarað pósti á 1-2 mínútum, hrósaðu happi og svaraðu strax. Geta reglur í póstforritinu gagnast þér? Mögulega geturðu létt þér lífið með því að nota reglur í póstforritinu, þannig að póstur frá samstarfsmönnum fari í ákveðna möppu, en frá ytri viðskiptavinum í aðra svo dæmi sé nefnt. Misjafnt er hve mikið er hægt að nýta reglurnar. Þarft þú að senda svona marga pósta? Hugleiddu hvort nauðsynlegt er að senda alla þá pósta sem þú sendir. Er hægt að leysa einföld mál með því að rölta til vinnufélagans. Með því að senda aðeins nauðsynlegan póst færðu færri pósta til baka. Settu þér mörk Færðu vinnupóst utan vinnutíma eða þegar þú ert í fríi? Er ætlast til að þú svarir pósti hvenær sem er? Margir stjórnendur svara samviskusamlega á öllum tímum og fá í kjölfarið enn fleiri pósta utan vinnutíma. Erfitt er að snúa þessu við án þess að virka dónalegur eða óábyrgur, oft eru samstarfsmenn að vinna lengur og þú situr heima með samviskubit. Því er best að fyrirtæki setji skýrar reglur um þetta og kynni fyrir nýjum starfsmönnum. Það hjálpar almennt heilmikið að nota out-of-office svar með upplýsingum um hvenær þú getur svarað næst eða hver getur aðstoðað á millitíðinni. Ef ekki er gerð bein eða óbein krafa um að skoða vinnupóst í frítíma borgar sig ekki að venja sig á það. Virtu mörk annarra Mundu að setja gott fordæmi og senda ekki póst til vinnufélaga utan vinnutíma nema í brýnni neyð. Þetta á sérstaklega við ef þú ert stjórnandi, því þá finnur starfsmaður fyrir meiri pressu til að svara. Þegar mikið er að gera er oft gott að skrifa póst og koma frá sér, en til þess að sýna starfsmanni tillitssemi á sama tíma er upplagt að láta póstforritið senda póstinn næsta virka morgun. Fleiri ráð og upplýsingar er hægt að nálgast hér Heimild: Velvirk.is - forvarnarverkefni VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs
Lesa fréttina Mannauðsmoli: Er tölvupósturinn orðinn til vandræða?
Út eru komin Tíðindi - rafrænt fréttabréf Sambands íslenskra sveitarfélaga - Desember 2018

Út eru komin Tíðindi - rafrænt fréttabréf Sambands íslenskra sveitarfélaga - Desember 2018

Út eru komin Tíðindi - rafrænt fréttabréf Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem meðal annars er fjallað um athugasemdir sem sambandið hefur gert við drög að nýrri heilbrigðisstefnu, rammasamning vegna þjónustu hjúkrunarheimila, samráðsfund með umboðsmanni barna, samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um stuðning við tónlistarnám, aðgerðaáætlun til að draga úr plastmengun og fleira. Sjá nánar hér
Lesa fréttina Út eru komin Tíðindi - rafrænt fréttabréf Sambands íslenskra sveitarfélaga - Desember 2018