Starfsmat sveitarfélaga

Starfsmat sveitarfélaga er notað til að meta störf til grunnlauna, þ.e. setur heildarstig á starf sem síðan ákvarða launaflokk og staðsetningu í launatöflu stéttarfélags.

Starfsmatskerfið er greiningartæki sem er notað til að meta með kerfisbundnum hætti þær kröfur sem störf gera til starfsmanna. Kerfið byggir á hlutlægum viðmiðum sem notuð eru til að bera saman störf í samræmi við þær kröfur sem í störfunum felast, óháð hæfni þeirra sem þau vinna. 

Markmið starfsmats er að tryggja að starfsmönnum séu ákvörðuð laun með eins málefnalegum og hlutlægum aðferðum og hægt er og á að leiða til þess að störfum sé raðað þannig til grunnlauna að þau séu hin sömu fyrir störf sem metin eru jafnkrefjandi, óháð starfsstöðum, stéttarfélagi eða kyni.

Jafnlaunastofa sér um mat starfa fyrir samningsaðila, þ.e. Samband íslenskra sveitarfélaga og stéttarfélaga. Starfsmatsgögn berist til mannauðsdeildar til yfirferðar sem síðan sendir fullnægjandi og undirrituð gögn til starfsmatsráðgjafa Jafnlaunastofu

Vefsíða starfsmats: www.starfsmat.is 

Síðast uppfært 15. ágúst 2023