Tilboð og afslættir

Tilboð og afslættir fyrir starfsfólk Akureyrarbæjar

Afþreying
Sundlaug Akureyrar: 50% afsláttur af árskortum. Sýna þarf haus á síðasta launaseðli.

Minjasafnið á Akureyri: Árskort á 2000 kr.- Árskortið gildir á Minjasafnið, Nonnahús, Leikfangahúsið, Davíðshús og Laufás.

Iðnaðarsafnið á Akureyri:
Bjóða starfsfólki Akureyrarbæjar tveir fyrir einn af aðgöngumiða inn á safnið.

Bjórböðin:
15% afsláttur af böðum + mat (ekki drykkjum)


Heilsurækt

World Class: 10% afsláttur af 6 og 12 mánaða kortum. *Staðgreiðsla.

Súlur Vertical: Starfsfólk Akureyrarbæjar fær 15% afslátt í Súlur Vertical hlaupið í sumar. Tilboðið gildir til 15. maí 2023. Kóði: HlaupFyrir23. Nánari upplýsingar á sulurvertical.is

Olíufélög
Atlantsolía: Starfsfólki býðst 12 kr. afsláttur með dælulyklinum á öllum stöðvum Atlantsolíu.
Hér er umsóknarhlekkurinn:  https://www.atlantsolia.is/atlantsolia/hopar/umsokn-starfsmannaf-akureyrarbaejar/ 
*Bæði er hægt að sækja um nýjan dælulykil með afslættinum sem og uppfæra afsláttinn á eldri lykli.

Orkan: Sérkjör fyrir starfsfólk Akureyrarbæjar með orkulykli. https://www.orkan.is/orkukort-og-lyklar/saekja-um-orkulykil/?orkuhopur=AKUREYRI 
*Tilboðið gildir einnig fyrir maka og þá sem deila lögheimili

N1: Afsláttur af eldsneyti, dekkjaþjónustu, veitingum og bíla – og rekstrarvörum, nánari upplýsingar má finna HÉR.
*Sækja þarf um N1 lykil eða kort á n1.is með hópnúmerinu 913.


Veitingastaðir

Ísbúðin Akureyri: 15% afsláttur af mat í hádeginu, frá kl. 11:30-14:00. (afsláttur af fullu verði).
*20% afsláttur af 10 skipta djús- og samlokukortum ef þau eru keypt saman. 

Sykurverk: 10% afsláttur af öllu á kaffihúsinu og 20% afsláttur af kaffidrykkjaseðli í take-away. 

Lemon, Kvikkí, Hamborgarafabrikkan, Blackbox og Skyr600/Óðinn bakari: 10% afsláttur af mat á matseðli til starfsmanna Akureyrarbæjar.
Sýna þarf starfsmannaskírteini eða "haus" á launaseðli til þess að fá afsláttinn. 

 

Verslanir

Vodafone: Akureyrarbær í samstarfi við Vodafone býður þér fjarskipti og sjónvarpsáskrift á frábærum kjörum. Settu saman pakka hér og þú sérð afsláttarkjör þín. Ráðgjafi Vodafone hefur svo samband og gengur frá málinu með þér.

Síminn: Síminn býður starfsmönnum Akureyrarbæjar tilboð af sjónvarpspökkum, neti og farsíma. Tilboðin gilda bæði fyrir nýja og núverandi viðskiptavini Símans. Smelltu hér og pantaðu símtal. 

Slippfélagið: Slippfélagið býður starfsfólki Akureyrarbæjar vildarkjör á málningu. Dæmi um þetta eru t.d. 45% afsláttur af framleiðsluvörum Slippfélagsins, 20% af myndlistarvörum, aðrar vörur bera mismunandi afsláttarkjör, sem eru í öllum tilfellum bestu kjör Slippfélagsins. Nægjanlegt er að taka fram í viðskiptunum að viðkomandi starfi hjá Akureyrarbæ.

Casa: 10% afsláttur gegn framvísun haus á síðasta launaseðli.

Dressmann: 10% afsláttur til starfsfólks Akureyrarbæjar.

A4: Býður starfsfólki Akureyrarbæjar afslátt á eftirfarandi vöruflokka. Framvísa þarf hausi á launaseðli til þess að fá afsláttinn. *Heitir starfsmenn Akureyrarbæjar í kassakerfinu.


Annað

Avis bílaleiga: Starfsfólk Akureyrarbæjar fær sérkjör hjá Avis bílaleigu. Fyrirspurnir varðandi verð og bókanir þurfa að berast Avis í tölvupósti avis@avis.is eða síma 591 4000.

Hertz:
Tilboð á 50 km á dag og ótakmörkuðum akstri. Starfsmenn þurfa að gefa upp CPD kóða við bókun til þess að fá rétt verð. CDP kóði fyrir Akureyrarbæ:
AEY50KM – Daggjald með grunntryggingu – stuttar leigur greitt fyrir hvern ekinn km.
AEYUNL – Daggjald með grunntryggingu og ótakmarkaður akstur.
*hertz@hertz.is Sími: 522 44 00

Frumherji: Starfsfólk Akureyrarbæjar fær 20% afslátt af gjaldi fyrir aðalskoðun bíla hjá Frumherja.

Tékkland:
15% afsláttur af aðalskoðunargjaldi, gegn framvísun á haus á launaseðli eða starfsmannaskírteini þar sem það á við.

Orkusalan: Frítt rafmagn í einn mánuð og 10% afslátt eftir það. Skráning fer fram hér https://www.orkusalan.is/komdu-i-vidskipti og til þess að virkja afsláttinn skrifar þú Hafnarsamlag í athugasemd.

 

Til þess að sýna fram á að vera starfsmaður Akureyrarbæjar er mikilvægt að framvísa haus á síðasta launaseðli eða starfsmannaskírteini.

*Tilboð og afslættir geta breyst og fleiri bæst við. Síðunni verður breytt í samræmi við það. 

Síðast uppfært 19. júlí 2023