Tilboð og afslættir

Tilboð og afslættir fyrir starfsfólk Akureyrarbæjar

Afþreying
Sundlaug Akureyrar: 50% afsláttur af árskortum. Sýna þarf haus á síðasta launaseðli.

Minjasafnið á Akureyri: Árskort á 2000 kr.- Árskortið gildir á Minjasafnið, Nonnahús, Leikfangahúsið, Davíðshús og Laufás.

Iðnaðarsafnið á Akureyri:
Bjóða starfsfólki Akureyrarbæjar tveir fyrir einn af aðgöngumiða inn á safnið.

Bjórböðin:
15% afsláttur af böðum


Heilsurækt

World Class: 10% afsláttur af 6 og 12 mánaða kortum. *Staðgreiðsla.

Bjarg líkamsræktarstöð: Tilboð á 6 mánaða og 12 mánaða þrek- og tækjakortum. Þrekkort 6 mánuðir 59.000 kr.- og 12 mánuðir 92.000 kr.- Tækjakort 6 mánuðir 52.000 kr.- og 12 mánuðir 76.000 kr.-

Olíufélög
Atlantsolía: Starfsfólki býðst 12 kr. afsláttur með dælulyklinum á öllum stöðvum Atlantsolíu. Taka þarf fram að maður sé starfsmaður Akureryarbæjar í athugasemdum inni í umsóknarforminu.
Hér er umsóknarhlekkurinn: https://www.atlantsolia.is/saekja-um-daelulykil/
*Bæði er hægt að sækja um nýjan dælulykil með afslættinum sem og uppfæra afsláttinn á eldri lykli.

Orkan: Sérkjör fyrir starfsfólk Akureyrarbæjar með orkulykli. https://www.orkan.is/orkukort-og-lyklar/saekja-um-orkulykil/?orkuhopur=AKUREYRI 
*Tilboðið gildir einnig fyrir maka og þá sem deila lögheimili

N1: Afsláttur af eldsneyti, dekkjaþjónustu, veitingum og bíla – og rekstrarvörum, nánari upplýsingar má finna HÉR.
*Sækja þarf um N1 lykil eða kort á n1.is með hópnúmerinu 913.


Veitingastaðir
Ísbúðin Akureyri: 15% afsláttur af mat í hádeginu, frá kl. 11:30-14:00. (afsláttur af fullu verði, ekki tilboðum).

Sykurverk: 10% afsláttur af öllu á kaffihúsinu og 20% afsláttur af kaffidrykkjaseðli í take-away. 

Lemon, Kvikkí og Skyr600/Beyglan: 10% afsláttur af mat á matseðli til starfsmanna Akureyrarbæjar.
Sýna þarf starfsmannaskírteini eða "haus" á launaseðli til þess að fá afsláttinn. 

Kristjánsbakarí veitir starfsmönnum Akureyrarbæjar 10% afslátt af öllu brauðmeti og vörum framleitt af Kristjánsbakaríi. Afslátturinn gildir ekki af vörum sem eru keyptar af öðrum byrgjum (drykkir og álegg). Afslátturinn gildir alla daga vikunnar í báðum verslunum bakarísins, þ.e. Hafnarstræti og Hrísalundi.
Sýna þarf starfsmannaskírteini eða "haus" á launaseðli til þess að fá afsláttinn.

 

Verslanir
Vodafone: Akureyrarbær í samstarfi við Vodafone býður þér fjarskipti og sjónvarpsáskrift á frábærum kjörum. Settu saman pakka hér og þú sérð afsláttarkjör þín. Ráðgjafi Vodafone hefur svo samband og gengur frá málinu með þér.
Starfsmenn Akureyrarbæjar erum með sömu kjör af símum og aukahlutum eins og Akureyrarbær, þ.e. 5% afsláttur af símtækjum (Kostnaðarverð) og 15% afsláttur af aukahlutum.

Síminn: Síminn býður starfsmönnum Akureyrarbæjar tilboð af sjónvarpspökkum, neti og farsíma. Tilboðin gilda bæði fyrir nýja og núverandi viðskiptavini Símans. Smelltu hér og pantaðu símtal. 

Slippfélagið: Slippfélagið býður starfsfólki Akureyrarbæjar vildarkjör á málningu. Dæmi um þetta eru t.d. 45% afsláttur af framleiðsluvörum Slippfélagsins, 20% af myndlistarvörum, aðrar vörur bera mismunandi afsláttarkjör, sem eru í öllum tilfellum bestu kjör Slippfélagsins. Nægjanlegt er að taka fram í viðskiptunum að viðkomandi starfi hjá Akureyrarbæ.

Casa: 10% afsláttur gegn framvísun haus á síðasta launaseðli.

Dressmann: 10% afsláttur til starfsfólks Akureyrarbæjar.

A4: Býður starfsfólki Akureyrarbæjar afslátt á eftirfarandi vöruflokka. Framvísa þarf hausi á launaseðli til þess að fá afsláttinn. *Heitir starfsmenn Akureyrarbæjar í kassakerfinu.


Annað

Avis bílaleiga: Starfsfólk Akureyrarbæjar fær sérkjör hjá Avis bílaleigu. Fyrirspurnir varðandi verð og bókanir þurfa að berast Avis í tölvupósti avis@avis.is eða síma 591 4000.

Hertz:
Tilboð á 50 km á dag og ótakmörkuðum akstri. Starfsmenn þurfa að gefa upp CPD kóða við bókun til þess að fá rétt verð. CDP kóði fyrir Akureyrarbæ:
AEY50KM – Daggjald með grunntryggingu – stuttar leigur greitt fyrir hvern ekinn km.
AEYUNL – Daggjald með grunntryggingu og ótakmarkaður akstur.
*hertz@hertz.is Sími: 522 44 00

Frumherji: Starfsfólk Akureyrarbæjar fær 10% afslátt af gjaldi fyrir aðalskoðun bíla hjá Frumherja.

Tékkland:
15% afsláttur af aðalskoðunargjaldi, gegn framvísun á haus á launaseðli eða starfsmannaskírteini þar sem það á við.

Orkusalan: Frítt rafmagn í einn mánuð og 10% afslátt eftir það. Skráning fer fram hér https://www.orkusalan.is/komdu-i-vidskipti og til þess að virkja afsláttinn skrifar þú Hafnarsamlag í athugasemd.

 

Til þess að sýna fram á að vera starfsmaður Akureyrarbæjar er mikilvægt að framvísa haus á síðasta launaseðli eða starfsmannaskírteini.

*Tilboð og afslættir geta breyst og fleiri bæst við. Síðunni verður breytt í samræmi við það. 

Síðast uppfært 18. júní 2024