Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Samfélagstíðindi: Réttindi barna í stafrænum heimi

Samfélagstíðindi: Réttindi barna í stafrænum heimi

Í þessari viku sótti Illugi Dagur Haraldsson, nemandi í 6. bekk Oddeyrarskóla ráðstefnu umboðsmanna barna í Evrópu í Brussel. Þar kynnti hann afrakstur vinnu að réttindaverkefni með verkefnastjóra barnvæns sveitarfélags á Akureyri í samvinnu við umboðsmann barna. Tveim ungmennum frá Íslandi var boðið að sækja ráðstefnuna með umboðsmanni barna Salvör Nordal. Verkefnið snýr að réttindum barna í stafrænum heimi og var fulltrúi Akureyrar bænum sínum til sóma. 
Lesa fréttina Samfélagstíðindi: Réttindi barna í stafrænum heimi
Vel heppnað starfsmannagolfmót

Vel heppnað starfsmannagolfmót

Starfsmannagolfmót Akureyrarbæjar og Norðurorku fór fram í gær við geggjaðar aðstæður að Jaðri. Alls mættu 26 golfarar til leiks, bæði vanir og óvanir og spiluðu 9 holur skv. Texas Scramble mótafyrirkomulaginu.   Í fyrsta sæti á mótinu urðu: Egill Valgerisson Viðar Jónsson Anna Pálína Jóhannsdóttir Arnar Þór Jóhannesson   Í öðru sæti urðu: Bjarni Thorarensen Jóhannsson Halla Sif Vilberg Hjaltalín Einar Valbergsson   Í þriðja sæti urðu: Sigurður Freyr Sigurðsson (Bibbi) Jón S. Hansen Eiríkur Jónasson María Aðalsteinsdóttir   Mótanefnd þakkar öllum þátttakendum, Golklúbbi Akureyrar og samstarfsaðilum fyrir fjölda vinninga sem veittir voru í mótslok. Sjáumst að sama tíma að ári, ef ekki fyrr. Mótanefnd: Ellert Örn Guðmundur Karl Halla Sif Jón S. Hansen
Lesa fréttina Vel heppnað starfsmannagolfmót
Viðurkenningar til vinnustaða fyrir Hjólað í vinnuna

Viðurkenningar til vinnustaða fyrir Hjólað í vinnuna

Í síðustu viku veitt Heilsuráð Akureyrarbæjar nokkrum stofnunum bæjarins viðurkenningar fyrir góðan og fyrirmyndaárangur í vinnustaðarkeppni ÍSÍ, Hjólað í vinnuna sem stóð yfir í maímánuði. Vinnustaðirnir sem hlutu viðurkenningar í ár eru Amtsbókasafnið/Héraðsskjalasafnið, Heilsuleikskólinn Krógaból, Leikskólinn Lundarsel, Síðuskóli, Lundarskóli og SVA/Ferliþjónustan. Til hamingju allir með vel unnið verk og „keep up the good work"! Starfsmenn þessara stofnanna eru öðrum stofnunum til fyrirmyndar í notkun hjólreiða til og frá vinnu og vonandi að þessi hópur stækki enn meira á komandi misserum. Meðfylgjandi myndir eru af fulltrúum vinnustaðanna að taka við viðurkennningunum.
Lesa fréttina Viðurkenningar til vinnustaða fyrir Hjólað í vinnuna
Starfsmannagolfmót Akureyrarbæjar og Norðurorku

Starfsmannagolfmót Akureyrarbæjar og Norðurorku

Mánudaginn 24. júní fer starfsmannagolfmót Akureyrarbæjar og Norðurorku fram á golfvelli GA við Jaðar. Mæting er kl. 17:00. Mótið hentar öllum, bæði byrjendum og lengra komnum. Ýmis verðlaun eru í boði. Skráning fer fram með tölvupósti á ellert@akureyri.is þar sem koma skal fram: Nafn, vinnustaður, forgjöf (ef við á) og netfang. Skráningu lýkur kl. 12:00, föstudaginn 21. júní. Nánari upplýsingar um mótið má finna hér. Keppnisskilmála má finna hér.
Lesa fréttina Starfsmannagolfmót Akureyrarbæjar og Norðurorku
Launaseðla er að finna á www.eg.akureyri.is

Launaseðla er að finna á www.eg.akureyri.is

Launaseðlar eru aðgengilegir rafrænt á starfsmannavef Akureyrarbæjar www.eg.akureyri.is. Hægt er að skrá sig inn á starfsmannavefinn með rafrænum skilríkjum eða með því að sækja um lykilorð. Leiðbeiningar vegna lykilorða fyrir starfsmannavefinn má finna HÉR. Þjónustuver Akureyrarbæjar svarar fyrirspurnum um aðgang að vefnum í tölvupósti; lykilord@akureyri.is eða í síma 460 1000.
Lesa fréttina Launaseðla er að finna á www.eg.akureyri.is
Mannauðsmoli: Mikilvægi svefns og hvíldar

Mannauðsmoli: Mikilvægi svefns og hvíldar

Öllum er nauðsynlegt að fá næga hvíld og góðan svefn. Svefninn endurnærir og gefur okkur kraft til að takast á við dagsins gleði og amstur og er nauðsynlegur þáttur heilbrigðra lífshátta. Hann hefur áhrif á það hvernig okkur líður, samskipti við annað fólk, starfshæfni og lífsgæðin almennt. Án svefns og hvíldar lifum við ekki af hvað sem öllum sögum líður um fólk sem þarf ekki nema nokkurra klukkustunda hvíld á hverjum sólarhring. Þrátt fyrir að við eyðum um það bil þriðjungi ævi okkar í svefn hugum við ekki að mikilvægi svefnsins fyrr en svefnleysi fer að hrjá okkur. Þegar svo er komið fer öll hugsunin að snúast um það á hvern hátt hægt sé að ná góðum svefni. Til eru góð ráð til að ráða bót á svefnleysi og hér eru nokkur sem rannsóknir benda til að gefi góðan svefn. Vaknaðu á sama tíma á hverjun degi. Að öllu jöfnu er í lagi að sofa lengur þegar vinnan kallar ekki, en ef svefnleysi hrjáir fólk þarf að koma reglu á svefntímann. Minnkaðu notkun á örvandi efnum eins og nikótíni, koffeini, áfengi og lyfjum (í samráði við lækni). Það að hafa lítið fyrir stafni eða að leggja sig á daginn getur truflað bæði svefn og gæði hans. Slökun eða hugleiðsla í 10-20 mínútur að degi til getur þó bætt líðan. Hreyfðu þig reglulega þar sem það bætir bæði lengd og gæði svefns. Of mikil þjálfun stuttu fyrir svefn getur þó haft neikvæð áhrif. Notaðu rúmið fyrir það sem því er ætlað. Rúmið er að öllu jöfnu til að sofa í, hvílast og stunda kynlíf. Það er ekki staður til að borða, horfa á sjónvarp eða vinna og slík iðja truflar tengingu svefnherbergisins við svefn. Ekki borða eða drekka mikið rétt fyrir svefn. Hvoru tveggja getur haft áhrif á meltinguna þannig að brjóstsviði eða salernisferðir trufli svefninn. Búðu til svefnvænt umhverfi. Hitastig, lýsing og hljóð geta haft áhrif á svefninn og mikilvægt er að þessir þættir séu sem ákjósanlegastir. Leitaðu lausna við áhyggjum eða vandamálum áður en þú leggst til svefns. Það getur hjálpað setja á blað þau viðfangsefni sem bíða, helst í lok vinnudags, en allavega fyrir svefninn. Ekki reyna að leysa málin í huganum eftir að upp í rúm er komið. Fáðu aðstoð við að draga úr streitu. Oft finnur fólk sínar eigin leiðir til að draga úr streitu en einnig getur verið gott að leita til fagfólks sem hefur yfirsýn yfir fjölbreyttari leiðir. Íhuga ætti meðferð hjá sérfræðingi ef svefnvandi er langvarandi. Sérfræðiráðgjöf getur aðstoðað fólk til að greina vandann og leita úrlausna við honum. Sá tími sem okkur tekst að eyða í svefn er ekki allt, við þurfum einnig að finna hvíld og sálarró. Reynum að staldra við í amstri dagsins og njóta samvista við vini og vandamenn. Ekki einungis svefn heldur líka slökun fær okkur til að líða betur, hún gefur hvild, frið og endurnæringu. Tekið af vef Landlæknisembættsins, texti eftir Salbjörgu Bjarnadóttur og Önnu Björg Aradóttur.
Lesa fréttina Mannauðsmoli: Mikilvægi svefns og hvíldar
Samfélagstíðindi: #MeToo og heilbrigðisstarfsfólk - könnun

Samfélagstíðindi: #MeToo og heilbrigðisstarfsfólk - könnun

Um þessar mundir fer fram könnun á kynferðislegri áreitni meðal starfsfólks á búsetusviði og Öldrunarheimilum Akureyrarbæjar. Rannsóknir sýna að heilbrigðisstéttir eru meðal þeirra sem eru í mestri áhættu fyrir því að verða fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað. Könnunin er liður í Norrænu samstarfsverkefni sem Akureyrarbær er þátttakandi í ásamt Arendal í Noregi og Eskilstuna í Svíþjóð. Vonast er eftir góðri svörun til þess að hægt verði að kortleggja stöðuna og þróa fyrirbyggjandi aðferðir. Verkefnið er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni.
Lesa fréttina Samfélagstíðindi: #MeToo og heilbrigðisstarfsfólk - könnun
Viðurkenningar í Lífshlaupinu afhentar starfsfólki

Viðurkenningar í Lífshlaupinu afhentar starfsfólki

Í síðustu viku voru afhentar viðurkenningar fyrir góðan árangur í Lífshlaupinu (heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ) sem fór fram fyrr í vetur. Sem fyrr var keppnin mikil og hörð. Það fór svo að lokum að Fræðslusvið sigraði keppnina um fjölda daga með alls 19,59 daga. Oddeyrarskóli varð númer tvö með 18,36 daga og Heilsuleikskólinn Krógaból var þriðji með 17,61 dag. Í keppninni um flestar mínútur voru það sömu þrjár stofnanirnar sem skipuðu þrjú efstu sætin en Oddeyrarskóli hafið sætaskipti við Fræðslusviðið og sigraði með 1690,71 hreyfimínútur. Fræðslusviðið var með 1539,18 mínútur og Krógaból í því þriðja með 993,61 mínútur. Heilsuráð Akureyrarbæjar þakkar öllum fyrir þátttökuna og óskar öllum til hamingju með lífið. Á meðfylgjandi myndum eru fulltrúar Fræðslusviðs og Oddeyrarskóla að taka við bikurum sem fylgja þessum góða árangri. Að svo sögðu er verið að vinna úr tölum og mælingum Hjólað í vinnuna og verða viðurkenningar afhentar vegna þess í byrjun júní.
Lesa fréttina Viðurkenningar í Lífshlaupinu afhentar starfsfólki