Samfélagstíðindi - Barnvænt samfélag

Þann 20. desember sl. samþykkti bæjarráð aðgerðaáætlun vegna innleiðingar á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Barnvæn sveitarfélög er verkfærakista og líkan sem styður við innleiðingu Barnasáttmálans.
Í október 2016 gerðu Akureyrarbær og Unicef með sér samstarfsyfirlýsingu um að Akureyri yrði fyrsta barnvæna sveitarfélagið á Íslandi og er aðgerðaáætlunin hluti af því ferli. Á næstunni verður öllu starfsfólki bæjarins boðið upp á skemmtilegt námskeið um barnvænt sveitarfélag. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan