Símenntun

Símenntun er mikilvægur þáttur í því að eflast í starfi. Starfsfólk Akureyrarbæjar er hvatt til þess að nýta sér þau tækifæri sem bjóðast til símenntunarSímenntun starfsmanna er bæði réttur og skylda starfsmanna og Akureyrarbæjar samkvæmt mannauðsstefnu Akureyrarbæjar og kjarasamningum.

Gögn og upplýsingar
Reglur um starfsþróun starfsfólks Akureyrarbæjar.

Fræðslunefnd
Fræðslunefnd er skipuð starfsmönnum bæjarins og hlutverk hennar er að skipuleggja fræðslu, endurmenntun og símenntun starfsmanna auk þess að annast vörslu Námsstyrkjasjóðs. Um störf fræðslunefndar gildir Samþykkt fyrir fræðslunefnd Akureyrarbæjar. Fundargerðir nefndarinnar má nálgast hér.

Fulltrúar eru: Aðalmenn: Inga Þöll Þórgnýsdóttir, bæjarlögmaður - formaður. Dan Jens Brynjarsson, fjársýslusvið - varaformaður. Karólína Gunnarsdóttir, velferðarsvið. Tómas Björn Hauksson, umhverfis- og mannvirkjasvið. Varamenn: Guðrún Guðmundsdóttir, velferðarsvið. Birna Eyjólfsdóttir, mannauðssvið. Steindór Ívar Ívarsson, umhverfis- og mannvirkjasvið. 

Fræðslusjóðir
Fræðslusjóðir eru reknir af stéttarfélögum og er starfsfólk hvatt til þess að kynna sér þá og nýta þá möguleika sem þar eru fyrir hendi til starfsmenntunar.

Einingu Iðju: Sveitamennt. 
Kjölur: Fræðslusjóður Kjalar.
BHM félög: Starfsmenntunarsjóð Bandalags háskólamanna.
Grunnskólakennarar: Verkefna- og námsstyrkjasjóð (Vonarsjóður).
Leikskólakennarar: Vísindasjóður leikskólakennara.
Tónlistarskólakennarar: Starfsmenntunarsjóður Félags tónlistarskólakennara.
Tónlistarskólakennarar í stéttarfélaginu Kjölur: Vísindasjóð vegna tónlistarskólakennara. 

Fiskurinn
Lífsspeki fisksins felur í sér fjögur einföld boðorð um leiðir til þess að láta sér líða betur í vinnunni. FISK boðorðin fjögur eru: Að leika sér - Að velja sér viðhorf - Að gera viðskiptavinum/samstarfsfólki daginn eftirminnilegan - Að vera til staðar (vera þar)

FISK lífsspekin: Getur hjálpað fólki að skilja að viðhorf þess er alfarið þeirra val, hvetur einstaklinga til að ryðja hindrunum úr vegi á eigin ábyrgð og skapar vettvang fyrir skapandi hugsun og frjálst flæði hugmynda.

Síðast uppfært 29. apríl 2022