Persónuafsláttur og skattþrep

Nýting persónuafsláttar

Starfsmenn þurfa að senda launadeild Akureyrarbæjar útfyllt eyðublað um nýtingu persónuafsláttar sem er að finna í þjónustugátt Akureyrarbæjar. Upplýsingar um nýtingu persónuafsláttar þurfa að berast í síðasta lagi 7 virkum dögum fyrir útborgunardag. Einnig þarf að fylla út eyðublöð ef nýta á persónuafslátt maka eða ef breyta á nýtingu persónuafsláttar.

Ef upplýsingar um nýtingu persónuafsláttar berast ekki verður full staðgreiðsla dregin af launum.

Eyðublöðin eru að finna í þjónustugátt Akureyrarbæjar. Sjá leiðbeiningar
Nota þarf rafræn skilríki eða Íslykil við innskráningu í þjónustugáttina.

Upplýsingar um nýttan persónuafslátt og/eða persónuafslátt maka má nálgast á þjónustusíðu RSK.

Nánari upplýsingar um persónuafslátt má finna á vef ríkisskattstjóra.

Skattþrep

Ef óskað er eftir að greiða í hærra skattþrep þarf að fylla út eyðublaðið Beiðni um að greiða í hærra skattþrep sem er einnig að finna í þjónustugáttinni.

 

 

Síðast uppfært 25. september 2023