Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan

Hver er maðurinn?

Ungi maðurinn á myndinni er fæddur á Akureyri 7. maí 1981, ólst upp í nágrenni Akureyrar í fyrstu en flutti síðan hingað níu ára gamall og hefur búið hér síðan. Hann á ættir að rekja til Svarfaðardals og Snæfjallastrandar. Er giftur og á fjögur börn. Hefur starfað hjá Akureyrarbæ frá unglingsaldri, fyrir utan nokkur ár hjá Húsasmiðjunni. Hver er maðurinn?
Lesa fréttina Hver er maðurinn?
Umsóknir til námsleyfa sérmenntaðs starfsfólks

Umsóknir til námsleyfa sérmenntaðs starfsfólks

Samkvæmt “Samþykkt um námsleyfi sérmenntaðs starfsfólks Akureyrarbæjar” auglýsir fræðslunefnd Akureyrarbæjar hér með eftir umsóknum til námsleyfa á árunum 2019-2020. Umsóknarfrestur er til 4. apríl 2019. Umsóknin er rafræn inn á íbúagáttinni hér. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel “Samþykkt um námsleyfi sérmenntaðs starfsfólks Akureyrarbæjar” á heimasíðu Akureyrarbæjar. Rétt er að benda á að með umsókn um námsleyfi skal fylgja vottorð um samþykki yfirmanns samkvæmt ofangreindri samþykkt. Í vottorðinu skal yfirmaður rökstyðja hvernig námið mun nýtast vinnustaðnum. Fyrirspurnum svarar Anna Lilja Björnsdóttir, mannauðsráðgjafi, í síma 460-1062 eða á annalb@akureyri.is
Lesa fréttina Umsóknir til námsleyfa sérmenntaðs starfsfólks