Eingreiðslur samkvæmt kjarasamningum

Þann 1. febrúar 2019 verður félögsmönnum í Kili, SFR, Einingu-Iðju, Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, MATVÍS, Sjúkraliðafélags Íslands, Kjarafélagi viðskipta- og hagfræðinga, Félagi íslenskra hljómlistarmanna, Félagi leikskólakennara, Félagi stjórnenda leikskóla, Skólastjórafélagi Íslands og Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum greidd sérstök eingreiðsla skv. gildandi kjarasamningi.

• Eingreiðslan greiðist hverjum starfsmanni miðað við fullt starf sem er við störf í desember 2018 og er enn í starfi í janúar 2019.
• Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall í desember.
• Þeir starfsmenn sem ekki eru í föstu starfshlutfalli í desember fá ekki eingreiðslu.
• Starfsmenn i launalausu leyfi í desember 2018 eiga ekki rétt á eingreiðslu.
• Starfsmenn sem eru í launuðu námsleyfi í desember teljast vera við störf og eiga rétt á eingreiðslu.
• Starfsmenn sem eru í fæðingarorlofi í desember 2018 fá eingreiðslu

Þann 1. maí 2019 verður félagsmönnum í aðildarfélögum BHM, Félagi ísenskra hjúkrunarfræðinga, Kjarafélagi Tæknifræðingafélags Íslands, Stéttarfélagi verkfræðinga og Stéttarfélagi byggingafræðinga greidd sérstök eingreiðsla skv. gildandi kjarasamningi.

• Eingreiðslan greiðist hverjum starfsmanni sem er við störf í janúar, febrúar eða mars 2019.
• Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall þessa þrjá mánuði.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan