Leiðbeinandi samtal

Leiðbeinandi samtal er að öllu jöfnu milli starfsmanns og næsta yfirmanns. Boðað er til samtalsins í þeim tilgangi að leiðbeina starfsmanni um starfshætti og vinnubrögð sem hefur þurft, eða þarf, að veita leiðsögn um og gera athugasemdir við.

Markmið samtalsins er að yfirfara þá þætti sem þarfnast úrbóta, yfirfara úrbótaáætlun og setja fram áætlun um eftirfylgni.

 

 

Síðast uppfært 17. nóvember 2020