Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Miðaldadagar á Gásum 20. og 21. júlí frá kl. 11-17 - Afsláttur fyrir starfsmenn Akureyrarbæjar

Miðaldadagar á Gásum 20. og 21. júlí frá kl. 11-17 - Afsláttur fyrir starfsmenn Akureyrarbæjar

Miðaldadagar á Gásum verða haldnir 20. og 21. júlí. Þá mun miðaldakaupstaðurinn rísa á hinum forna verslunarstað Gásum. Miðaldadagar eru einstök upplifun og í boði verður fjölbreytt dagskrá. Kaupmenn selja miðaldavarning, handverksfólk við vinnu, bókfell unnið úr skinnum, vattarsaumur, leirverk, smjörgerð, tréskurður, bardagamenn, eldsmiðir, völva, seiðkona, kaðlagerð, knattleikur, bogfimi, grjótkast, örleikrit, leiðsögn um svæðið og ýmsar uppákomur. Gestum gefst tækifæri til þess að upplifa fortíðina, hitta Gásverja, kynnast daglegum störfum og jafnvel fá að prófa eitt og annað.
Lesa fréttina Miðaldadagar á Gásum 20. og 21. júlí frá kl. 11-17 - Afsláttur fyrir starfsmenn Akureyrarbæjar