Ráðningar

Áhersla er lögð á að tryggja jafnræði á milli umsækjenda vegna lausra starfa, samræmd vinnubrögð stjórnenda í meðhöndlun umsókna og rétta vinnuferla við gerð ráðningarsamnings. Stjórnendum ber skylda að fara eftir stjórnsýslulögum, lög nr. 37/1993.

Samræmd og fagleg vinnubrögð stjórnenda varða málsmeðferð eftir auglýsingu starfa, þ.e. hvað varðar móttöku umsókna, yfirferð og mat á umsækjendum, ákvarðanatöku og málsmeðferð í kjölfarið. 

 

 

Síðast uppfært 17. maí 2017