- Starfsmannahandbók
- Kjaramál
- Skjalakerfi og tölvumál
- Tilboð og afslættir
- Ritstjórn
Ferðakostnaður
Almenna reglan er að kostnaður vegna ferða og dvalar er greiddur samkvæmt framlögðum reikningum og ekki eru greiddir dagpeningar. Í undantekningartilvikum eru greiddir dagpeningar.
Eyðublöð: ferðakostnaður og dagpeningar.
Akstur í þágu vinnuveitanda
Þeir starfsmenn sem nota eigin bifreið í þágu Akureyrarbæjar og hafa undirritað samkomulag um akstur í þágu vinnuveitanda hafa heimild til að skrá akstur í Vinnustund. Yfirmaður gerir samning við starfsmenn og skilar til launadeildar.
Vinnustund - Leiðbeiningar vegna skráningar aksturs í þágu vinnuveitanda
Kjarasamninganefnd Akureyrarbæjar hefur samþykkt leiðbeinandi verklagsreglur um greiðslur fyrir akstur starfsmanna á einkabifreiðum í þágu Akureyrarbæjar.
Á heimasíðu fjármálaráðuneytisins er að finna upplýsingar um akstursgjald og dagpeninga.