Öldrunarheimili Akureyrar og Eden Iceland hlutu styrk frá Norðurorku

Að takast á við breytingar – sjálfsefling
Eden Iceland og Öldrunarheimili Akureyrar fengu styrk frá Norðurorku í síðustu viku til að vinna að samstarfsverkefni. Verkefnið er að þýða úr ensku námskeið og námskeiðsgögn og aðlaga að íslenskum aðstæðum fyrir aldraða. Námskeiðið er tveggja daga námskeið og ætlað að styrkja aldraða sem einstaklinga til að geta lifað sjálfstæðu farsælu lífi.

Aldraðir er fjölmennur hópur á aldrinum 67 til 100 ára, sem tekst á við stöðugar breytingar í lífi sínu, innra sem ytra og það er samfélaginu mikilvægt að aldraðir einstaklingar séu meðvitaður um styrk sinn og möguleika til að lifa lífinu lifandi og láta gott af sér leiða.
Markmið verkefnisins er:

  • Að styðja við samfélag sem hvetur til þroska og horfir á styrkleika einstaklingsins óháð aldri.
  • Að hvetja einstaklinginn til að nýta hæfileika sína og færni, líka þá er búa við öldrun, færniskerðingu og sjúkdóma.
  • Að stuðla að gróskumiklu og þroskandi samfélagi þar sem öldrun og aldraðir eru eðlilegur hluti af samfélaginu sem og tengsl á milli kynslóða.
  • Að taka þátt í samfélagsþróun þar sem ný viðhorf til öldrunar eru hluti af nýrri menningu komandi kynslóða.

Fræðsla til aldraðra og háaldraðra þarf að vera á þeirra forsendum og með skilningi á þeirra aðferðum til að þroskast, læra og tileinka sér nýungar þar sem þeir nýta áratuga reynslu sína og þær persónulegu aðferðir sem þróaðar hafa verið á langri ævi.

Nýjustu rannsóknir sýna okkur að heilinn og taugaboð halda áfram að þroskast og breytast á meðan við lifum en sú kenning afsannar það sem áður var talið að hrörnun og stöðnun heila og taugaboða byrji á miðjum aldri og hrörnunin héldi áfram það sem eftir væri ævinnar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan