Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Alþjóðlegi hrósdagurinn á morgun 1. mars

Alþjóðlegi hrósdagurinn á morgun 1. mars

Á morgun 1. mars er Alþjóðlegi hrósdagurinn. Allir hafa efni á að hrósa og allir græða á því. Það er fátt sem gleður meira, gefur meiri orku og gerir fólk ánægðara en hrós sem er sett fram af einlægni. Hrós felur í sér kærleika og lætur aðra finna að við kunnum að meta þá. Meðfylgjandi er gleðikort frá VIRK sem hægt er að nota til að hrósa samstarfsmanni, maka, systkini, vini eða nágranna rafrænt. Gerum 1. mars að alvöru hrósdegi.
Lesa fréttina Alþjóðlegi hrósdagurinn á morgun 1. mars
Tíðindi af vettvangi sveitarstjórnarmála

Tíðindi af vettvangi sveitarstjórnarmála

Nýjasta fréttabréf Sambands íslenskra sveitarfélaga er komið út og er þar að finna áhugaverðar upplýsingar. Þar er m.a. að finna umfjöllun um drög að opinberri orkustefnu, umræðu- og upplýsingafund um NPA sem fer fram 15. febrúar, heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna og fræðslu um vellíðan leikskólabarna. Fréttabréf: smellið HÉR
Lesa fréttina Tíðindi af vettvangi sveitarstjórnarmála
Heilsupistill Heilsuverndar

Heilsupistill Heilsuverndar

Heilsupistill febrúarmánaðar frá Heilsuvernd fjallar um kvef og er þar að finna svör við áhugaverðum spurningum. Fróðleikurinn snýr að því hvað kvef er, hvenær smithætta er af kvefuðu fólki, hvað er til ráða við kvefi, hvers ber sérstaklega að gæta hvað varðar kvef, hvort kvefað fólk geti stundað vinnu, hvort hægt sé að forðast kvefsmit og hvort hægt sé að meðhöndla kvef með penisillíni eða öðrum fúkkalyfjum. Pistilinn má nálgast í heild sinni með því að smella HÉR - endilega kynntu þér þau aðalatriði sem varða kvef.
Lesa fréttina Heilsupistill Heilsuverndar
Góð þjónusta og ánægja íbúa

Góð þjónusta og ánægja íbúa

Athygli er vakin á nýútkomnum niðurstöðum Gallup um þjónustu sveitarfélaga 2018 - í lýsingu á markmiði rannsóknarinnar segir: "að kanna ánægju með þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins og gera samanburð þar ásamt því að skoða breytingar frá fyrri mælingum". Í frétt á www.akureyri.is segir að ánægja íbúa Akureyrarbæjar með þjónustu sveitarfélagsins hafi aukist milli ára í 11 af þeim 13 þjónustuþáttum sem Gallup spurði um til að kanna viðhorf íbúa til þjónustu sveitarfélagsins. Þar segir ennfremur að Í tveimur flokkum er ánægjan jöfn því sem var árið á undan en 92% íbúa Akureyrarbæjar eru samkvæmt könnuninni ánægðir með sveitarfélagið sem stað til að búa á. Finna má áðurnefnda frétt með því að smella HÉRog þar eru tenglar á þau gögn sem sýna niðurstöður rannsóknarinnar.
Lesa fréttina Góð þjónusta og ánægja íbúa