Foreldraorlof

Foreldraorlof er ólaunað leyfi frá störfum sem hvort foreldri um sig getur tekið í allt að 16 vikur til að annast barn sitt og fylgir rétturinn hverju barni fram að 8 ára aldri þess. Foreldraorlof má taka í einu lagi, skipta niður í styttri tímabil eða taka með minnkuðu starfshlutfalli.

Foreldraorlofi fylgja ekki greiðslur úr Fæðingarorlofsjóði og foreldrar geta ekki framselt rétt til foreldraorlofs sín á milli. Tilkynna þarf vinnuveitanda um töku foreldraorlofs í síðasta lagi sex vikum fyrir upphafsdag þess. Fylla þarf út eyðublaðið Tilkynning um foreldraorlof til Akureyrarbæjar.

Nauðsynlegt er að bæði starfsmaður og yfirmaður undirriti tilkynninguna. Yfirmaður heldur eftir afriti af tilkynningunni og sendir það til launadeildar.

Nánari upplýsingar um foreldraorlof og reglur um töku þess má finna á vef félags- og tryggingamálaráðuneytis.

Síðast uppfært 31. ágúst 2018