Starfsendurhæfingarsjóður

Akureyrarbær greiðir í Starfsendurhæfingarsjóð vegna flestra starfsmanna sinna.  Hlutverk VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs er að draga markvisst úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku, með aukinni virkni, eflingu endurhæfingar og öðrum úrræðum.

Meginverkefni Starfsendurhæfingarsjóðs eru að:

  • Skipuleggja og hafa umsjón með störfum ráðgjafa sem starfa aðallega á vegum sjúkrasjóða stéttarfélaganna og munu aðstoða einstaklinga sem þurfa á endurhæfingu að halda. Starfsendurhæfingarsjóður greiðir kostnaðinn af störfum ráðgjafanna ásamt því að hafa umsjón og eftirlit með starfi þeirra og veita þeim faglegan stuðning. Sérstök áhersla er lögð á snemmbært inngrip með starfsendurhæfingarúrræðum í samstarfi við sjúkrasjóði og atvinnurekendur.
  • Greiða kostnað af ráðgjöf ýmissa fagaðila um mótun sérstakrar einstaklingsbundinnar endurhæfingaráætlunar, s.s. lækna, sálfræðinga, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfa, félagsráðgjafa, náms- og starfsráðgjafa o.s.frv.
  • Greiða fyrir kostnað við úrræði og endurhæfingu með áherslu á að auka vinnugetuna, til viðbótar því sem þegar er veitt af hinni almennu heilbrigðisþjónustu í landinu.

Nánari upplýsingar um sjóðinn er hægt að fá á heimasíðunni www.virk.is

Síðast uppfært 17. maí 2017