Jafnréttis- og mannréttindamál

Skrifstofustjóri samfélagssviðs gegnir starfi jafnréttisráðgjafa. Jafnréttisráðgjafi sér um framkvæmd og eftirfylgni við mannréttindastefnu í samvinnu við frístundaráð og bæjaryfirvöld.

Hlutverk ráðgjafans er að veita stofnunum og starfsfólki bæjarins fræðslu og ráðgjöf um hvaðeina sem snertir jafnréttismál og mannréttindi almennt, m.a. réttindi starfsfólks og samþættingu jafnréttisstarfs við starfsemi og þjónustu bæjarins. Jafnréttisráðgjafi hefur einnig umsjón með úttektum og greiningum á stöðu mannréttinda í bæjarkerfinu.

Mannréttindastefna Akureyrarbæjar 2020-2023

Jafnréttisáætlanir á vinnustöðum Akureyrarbæjar
Samkvæmt Mannréttindastefnu Akureyrarbæjar er stofnunum bæjarins þar sem starfa fleiri en 25 manns gert að setja sér sérstakar jafnréttisáætlanir.

Síðast uppfært 17. september 2020