Jafnréttis- og mannréttindamál

Bæjarrráð fer með hlutverk jafnréttisnefndar. Í samræmi við jafnréttislög fjallar ráðið um stöðu ýmissa hópa innan sveitarfélagsins og er ráðgefandi fyrir bæjarstjórn í þeim málefnum sem varða mannréttindi. Ráðinu ber að fylgjast með og hafa frumkvæði að aðgerðum til að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt allra.

Sviðsstjóri mannauðssviðs gegnir starfi jafnréttisráðgjafa. Mannauðsdeild sér um framkvæmd og eftirfylgni með mannréttindastefnu í samvinnu við jafnrétisráðgjafa, bæjarráð og bæjaryfirvöld. Það er hlutverk mannauðsdeildar að veita stofnunum og starfsfólki bæjarins fræðslu og ráðgjöf um hvaðeina sem snertir mannréttindi, m.a. réttindi starfsfólks og samþættingu jafnréttisstarfs við starfsemi bæjarins.

Mannréttindastefna Akureyrarbæjar 2022-2023

Réttindi starfsmanna eru tryggð með eftirfarandi lögum og tekur mannréttindastefna Akureyrarbæjar mið af þeim:
Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020
Lög um jafna meðferð á vinnumarkaði nr. 86/2018

Réttindin eru eftirfarandi:

  •  Starfsfólki skulu greidd jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf óháð kyni og aldri.
  • Ekki er heimilt að mismuna við ráðningar beint né óbeint.
  • Tryggt verði að starfsfólk njóti sömu möguleika til starfsþróunar.
  • Starfsfólki skal gert kleift að samræma starfs- og fjölskylduábyrgð eins og kostur er og eftir því sem verkefni og aðstæður leyfa.
  • Sérstakar ráðstafanir eru gerðar til að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi, kynbundna eða kynferðislega áreitni á vinnustöðum.        Stjórnendur verði ávallt meðvitaðir um ríkjandi vinnustaðamenningu.
  • Starfsfólk allt skal hljóta jafna meðferð óháð kyni, kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu.

Jafnlaunastefna Akureyrarbæjar var samþykkt í bæjarstjórn 12. apríl 2022 er í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt
kynjanna nr. 150/2020. Henni er ætlað að tryggja að jafnréttis sé gætt við allar launa- og
kjaraákvarðanir.

Jafnlaunastefna Akureyrarbæjar
Verlagsreglur bæjarráðs um kjaraákvarðanir og hlunnindi samþykktar í bæjarráði 7. apríl 2022.

Síðast uppfært 04. október 2022