Í nýju starfi

Samkvæmt mannauðsstefnu Akureyrarbæjar á allt nýtt fastráðið starfsfólk að fá nýliðafræðslu þar sem það er frætt um starfsemi og markmið Akureyrarbæjar ásamt réttindum sínum og skyldum.

Nýliðafræðsluna er að nálgast hér til hliðar. Lykilorð inná fræðsluna fær starfsfólk hjá sínum stjórnanda. 

Nánari upplýsingar um nýliðafræðsluna veita Alma Rún Ólafsdóttir, verkefnastjóri auglýsinga- og fræðslumála (almarun@akureyri.is) og Anna Lilja Björnsdóttir, mannauðsráðgjafi (annalb@akureyri.is)

Nýir starfsmenn eru hvattir til að kynna sér almennan gátlista stjórnenda um móttöku starfsmanna:
Gátlisti um móttöku nýrra starfsmanna.

Útborgun launa
Föst laun eru greidd eftir á, eigi síðar en fyrsta dag hvers mánaðar.
Beri fyrsta dag mánaðar upp á frídegi er útborgun launa síðasti virka dag þar á undan.

Skil á gögnum
Starfsfólk Akureyrarbæjar þarf í samráði við yfirmann sinn að skila ýmsum gögnum og upplýsingum til launadeildar.

Gögnum er skilað til launadeildar í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar.

Gögn sem hægt er að skila inn:
• Nýting persónuafsláttar/persónuafsláttar maka.
• Skil á menntunargögnum/leyfisbréfum.
• Skil á starfsvottorðum frá fyrri vinnuveitendum.
• Skráning í/úr starfsmannafélagi.

Gögn sem hægt er að óska eftir:
• Launa- og starfstengd gögn.
• Vottorð eða staðfestingar.

Nýting persónuafsláttar
Leiðbeiningar og eyðublað um nýtingu persónuafsláttar má finna HÉR.

Menntunargögn
Starfsmenn sem ráðnir eru skv. kjarasamningi Einingar-Iðju eða Kjalar þurfa að skila skírteini vegna stúdentsprófs og/eða annars viðbótarnáms sem lokið er. Hækkun vegna náms tekur gildi um næstu mánaðarmót eftir að staðfesting berst til launadeildar.

Hjúkrunarnemar, læknanemar og iðjuþjálfanemar. Skila þarf vottorði frá skóla þar sem fram kemur hversu mörgum einingum er lokið. Lágmarksfjöldi eininga er 30 (60 ETCS) fyrir hvert ár.

Sjúkraliðanemar. Stjórnandi þarf að skila afriti af starfsnámssamningi við skóla til launadeildar.

Faglærðir. Skila þarf prófskírteinum og leyfisbréfum (þar sem við á) vegna fagnáms með drögum að ráðningarsamningi. Hækkun vegna viðbótarnáms tekur gildi um næstu mánaðarmót eftir að staðfesting berst til launadeildar.

Starfsvottorð
Skila þarf starfsvottorði vegna persónuálags, þ.e. staðfestingu fyrri vinnuveitanda á starfstíma.

Hafi félagsmaður í Einingu-Iðju, Kili, Vélstjórafélagi Íslands eða Félagi skipstjórnarmanna starfsreynslu frá öðru sveitarfélagi er hún metin, óháð hvaða starfi hann gegndi þar.

Hafi starfsmaður starfsreynslu frá ríki eða úr fyrirtæki á almenna markaðnum er hún metin ef um er að ræða sambærilegt starf við það sem hann gegnir hjá Akureyrarbæ.

Fyrri starfsreynsla félagsmanna í fagstéttarfélögum er metin. Vegna veikindaréttar er tekið tillit til starfsreynslu frá ríki og öðrum sveitarfélögum.

Séreignarsparnaður
Ef starfsmenn hyggjast greiða í séreignarsjóð þarf að skila samningi þar um. Athugið að í þeim tilfellum sem starfsmenn hafa starfað hjá Akureyrarbæ áður og greitt í sérreignarsjóð þá gerist það ekki sjálfkrafa að greitt verði í séreignarsjóð þegar starfsmaður ræður sig aftur til starfa. Samningur um sparnað þarf að liggja fyrir ásamt beiðni frá starfsmanni þess efnis að greitt verði í viðkomandi sjóð.

Síðast uppfært 02. júní 2020