Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Ný skatthlutföll 2020 og breytt upphæð persónuafsláttar

Ný skatthlutföll 2020 og breytt upphæð persónuafsláttar

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur auglýst fjárhæðarmörk tekjuskattsstofns, innheimtuhlutfall í staðgreiðslu og persónuafslátt fyrir árið 2020. Innheimtuhlutfall í staðgreiðslu samanstendur annars vegar af þrepaskiptum tekjuskatti, sem rennur til ríkissjóðs, og hins vegar af meðalútsvari sveitarfélaganna. Skattþrep í staðgreiðslu 2020 verða eftirfarandi:
Lesa fréttina Ný skatthlutföll 2020 og breytt upphæð persónuafsláttar

Jólakveðjur frá vinnustöðum Akureyrarbæjar

Ritstjórn hvetur vinnustaði Akureyrarbæjar til að senda rafræn jólakort á starfsmannahandbok@akureyri.is Jólakveðjurnar verða birtar á vefnum og öllum aðgengilegar.
Lesa fréttina Jólakveðjur frá vinnustöðum Akureyrarbæjar
Útborgun launa um áramótin

Útborgun launa um áramótin

Fyrirkomulag útborgana um áramót er sem hér segir: Mánudagurinn 30. Desember 2019 Eftirágreiddir fá mánaðarlaun og yfirvinnu og álag fyrir tímabilið 13.11.2019-12.12.2019 Fyrirframgreiddir fá yfirvinnu og álag fyrir tímabilið 13.11.2019-12.12.2019
Lesa fréttina Útborgun launa um áramótin
Eftirvænting og undirbúningur

Eftirvænting og undirbúningur

Blessuð jólin nálgast með tilheyrandi notalegheitum en álag vegna undirbúnings á aðventu þekkja margir. Á heimasíðu Velvirk.is má sjá gagnleg ráð til að minnka álag á aðventunni.
Lesa fréttina Eftirvænting og undirbúningur
Desemberuppbót

Desemberuppbót

Akureyrarbær greiðir desemberuppbót til starfsmanna sinna mánudaginn 2. desember nk. Þeir sem núna eiga rétt á fullri uppbót eru starfsmenn sem hafa unnið fullt starf frá 1. janúar - 30. nóvember 2019. Hafi starfsmaður verið í hlutastarfi eða starfað hluta úr ári, skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall og/eða starfstíma. Starfsmaður þarf þó a.m.k. að hafa starfað samfellt frá 1. september 2019. Upphæð desemberuppbótar er misjöfn eftir kjarasamningum.
Lesa fréttina Desemberuppbót
Vissir þú að Akureyrarbær heldur úti líflegum samfélagsmiðlum?

Vissir þú að Akureyrarbær heldur úti líflegum samfélagsmiðlum?

Á Facebook og Instagram er fréttum og ýmsum fróðleik miðlað um starfsemi sveitarfélagsins og birtar myndir. Á Facebook-síðunni hefur nýtt verkefni undir yfirskriftinni #Akureyringar vakið töluverða athygli. Það snýst um að kynna Akureyringa úr ýmsum áttum, birta mynd af þeim og miðla frásögn. Oft eru þetta sögur frá starfsfólki Akureyrarbæjar eða notendum þjónustunnar. Nú síðast var það Pétur Ingi, sviðsstjóri skipulagssviðs, sem sagði okkur sögu. Starfsfólk er hvatt til að fylgja Akureyrarbæ á Facebook og Instagram og taka ef til vill þátt í því sem fram fer á síðunum með deilingum og öðru slíku. Eins eru ábendingar vel þegnar um áhugaverða Akureyringa sem gætu sagt skemmtilegar sögur. Slíkar ábendingar má senda á Jón Þór Kristjánsson, verkefnastjóra upplýsingamiðlunar hjá Akureyrarstofu – jon.thor@akureyri.is
Lesa fréttina Vissir þú að Akureyrarbær heldur úti líflegum samfélagsmiðlum?
Heilsupistill Heilsuverndar

Heilsupistill Heilsuverndar

Nýjasti heilsupistill Heilsuverndar er komin út og umfjöllunarefnið er kólestról. Fróðleikurinn segir okkur hvað kólestról er, hvernig það myndast og hvaða áhrif það getur haft á líkama okkar. Endilega kynntu þér málið. Pistilinn má lesa í heild sinni með því að smella HÉR.
Lesa fréttina Heilsupistill Heilsuverndar
Starfsmannatilboð til þín - Vodafone

Starfsmannatilboð til þín - Vodafone

Akureyrarbær í samstarfi við Vodafone býður þér fjarskipti og áskrift frá Stöð 2 á frábærum kjörum. Þú getur valið sjónvarpsáskrift eingöngu eða bætt fjarskiptaþjónustu við, allt eftir því hvað hentar þér og þínu heimili.
Lesa fréttina Starfsmannatilboð til þín - Vodafone

Í tilefni svindls með tölvupósti sem er að færast í aukana

Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu hafa borist tilmæli frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um að senda meðfylgjandi tilkynningu til sveitarfélaga, með ósk um að henni verði komið áfram til viðeigandi aðila, ekki síst til skóla.
Lesa fréttina Í tilefni svindls með tölvupósti sem er að færast í aukana

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Námsleyfasjóð fyrir skólaárið 2020-2021.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Námsleyfasjóð fyrir skólaárið 2020-2021. Námsleyfasjóður starfar á grundvelli bráðabirgðaákvæðis II við lög um grunnskóla nr. 91/2008. Félagsmenn í Félagi grunnskólakennara og Skólastjórafélagi Íslands, sem uppfylla skilyrði skv. 4. gr. reglna um Námsleyfasjóð, geta sótt um í sjóðinn.
Lesa fréttina Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Námsleyfasjóð fyrir skólaárið 2020-2021.
Sértilboð til starfsmanna Akureyrarbæjar, gildir dagana 25.9 - 2.10 2019

Sértilboð til starfsmanna Akureyrarbæjar, gildir dagana 25.9 - 2.10 2019

Heimilistæki auglýsir: Sértilboð til starfsmanna Akureyrarbæjar gildir aðeins dagana 25.9. – 2.10 2019. 20% afsláttur af öllum brauðristum, kaffivélum og kötlum Gildir ekki með öðrum tilboðum og aðeins í versluninni á Glerártorgi.
Lesa fréttina Sértilboð til starfsmanna Akureyrarbæjar, gildir dagana 25.9 - 2.10 2019