Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Vissir þú að Akureyrarbær heldur úti líflegum samfélagsmiðlum?

Vissir þú að Akureyrarbær heldur úti líflegum samfélagsmiðlum?

Á Facebook og Instagram er fréttum og ýmsum fróðleik miðlað um starfsemi sveitarfélagsins og birtar myndir. Á Facebook-síðunni hefur nýtt verkefni undir yfirskriftinni #Akureyringar vakið töluverða athygli. Það snýst um að kynna Akureyringa úr ýmsum áttum, birta mynd af þeim og miðla frásögn. Oft eru þetta sögur frá starfsfólki Akureyrarbæjar eða notendum þjónustunnar. Nú síðast var það Pétur Ingi, sviðsstjóri skipulagssviðs, sem sagði okkur sögu. Starfsfólk er hvatt til að fylgja Akureyrarbæ á Facebook og Instagram og taka ef til vill þátt í því sem fram fer á síðunum með deilingum og öðru slíku. Eins eru ábendingar vel þegnar um áhugaverða Akureyringa sem gætu sagt skemmtilegar sögur. Slíkar ábendingar má senda á Jón Þór Kristjánsson, verkefnastjóra upplýsingamiðlunar hjá Akureyrarstofu – jon.thor@akureyri.is
Lesa fréttina Vissir þú að Akureyrarbær heldur úti líflegum samfélagsmiðlum?
Heilsupistill Heilsuverndar

Heilsupistill Heilsuverndar

Nýjasti heilsupistill Heilsuverndar er komin út og umfjöllunarefnið er kólestról. Fróðleikurinn segir okkur hvað kólestról er, hvernig það myndast og hvaða áhrif það getur haft á líkama okkar. Endilega kynntu þér málið. Pistilinn má lesa í heild sinni með því að smella HÉR.
Lesa fréttina Heilsupistill Heilsuverndar
Starfsmannatilboð til þín - Vodafone

Starfsmannatilboð til þín - Vodafone

Akureyrarbær í samstarfi við Vodafone býður þér fjarskipti og áskrift frá Stöð 2 á frábærum kjörum. Þú getur valið sjónvarpsáskrift eingöngu eða bætt fjarskiptaþjónustu við, allt eftir því hvað hentar þér og þínu heimili.
Lesa fréttina Starfsmannatilboð til þín - Vodafone