Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Laun greidd út föstudaginn 31. maí 2019

Laun greidd út föstudaginn 31. maí 2019

Samþykkt hefur verið að flýta útborgun um næstu mánaðarmót. Ef farið væri eftir ákvæðum kjarasamninga eins og venjulega yrðu laun starfsmanna Akureyrarbæjar greidd mánudaginn 3. júní næstkomandi. Að þessu sinni hefur verið gefin út heimild til þess að greiða laun fyrir mánaðarmótin og verða launin greidd út föstudaginn 31. maí næstkomandi.
Lesa fréttina Laun greidd út föstudaginn 31. maí 2019
Hvernig skrái ég frí í dagbókina?

Hvernig skrái ég frí í dagbókina?

Hér má finna leiðbeiningar um hvernig eigi að skrá sumarfríið sitt í Outlook. Áríðandi er að merkja sumarfrí í dagbókina um leið og það liggur fyrir og stilla svo sjálfvirka svörun í tölvupóstinum áður en farið er í fríið.
Lesa fréttina Hvernig skrái ég frí í dagbókina?
Eurovision vika á Fjársýslusviði

Eurovision vika á Fjársýslusviði

Starfsfólk fjársýslusviðs Akureyrarbæjar heldur hátíðlega uppá Eurovision en starfsfólkið þar hefur haldið í skemmtilega hefð undanfarin ár. Fyrir Eurovision vikuna þá skipta þau á milli sín undanriðlunum og hver starfsmaður dregur land og þarf svo að mæta með eitthvað á kaffistofuna þann dag sem að landið keppir. Venjan er að koma með eitthvað matakyns eða bara eitthvað sem tengist landi og þjóð.
Lesa fréttina Eurovision vika á Fjársýslusviði
Vorsýning í Skógarlundi

Vorsýning í Skógarlundi

Vorsýning Skógarlundar verður haldin föstudaginn 17.maí næstkomandi og verður opið hús milli kl 09:00 - 15:00. Sýnd verða verk eftir notendur Skógarlundar ásamt ljósmyndum úr starfinu og fleira skemmtilegt. Boðið verður upp á að kaupa möffins og kaffi af Starfsmannafélagi Skógarlundar.
Lesa fréttina Vorsýning í Skógarlundi
Frítt í sund í dag, 9. maí

Frítt í sund í dag, 9. maí

Í tilefni af Akureyri á iði er frítt í sundlaugar Akureyrarbæjar í dag, fimmtudaginn 9. maí. Einnig er boðið uppá 20% afslátt af árskortum í sund í maí.
Lesa fréttina Frítt í sund í dag, 9. maí
Áminning þegar lykilorð rennur út

Áminning þegar lykilorð rennur út

Advania ætlar að taka upp þá nýjung að senda notendum áminningu þegar lykilorð eru við það að renna út. Starfsfólk mun fá sendan tölvupóst þegar lykilorð rennur út eftir 15, 10, 5 og 1 dag
Lesa fréttina Áminning þegar lykilorð rennur út
Hjólað í vinnuna

Hjólað í vinnuna

Vinnustaðaátakið „Hjólað í vinnuna" hefst miðvikudaginn 8. maí og stendur til 28. maí. Allir geta tekið þátt í Hjólað í vinnuna svo framarlega sem þeir nýta eigin orku til að ferðast til og frá vinnu þ.e. hjóla, ganga, hlaupa, nota línuskauta o.s.frv. Þeir sem nýta almenningssamgöngur geta einnig tekið þátt en þá er skráð sú vegalengd sem gengin eða hjóluð er til og frá stoppistöð.
Lesa fréttina Hjólað í vinnuna
Barnvænt sveitarfélag

Barnvænt sveitarfélag

Í október 2016 gerðu Akureyrarbær og Unicef með sér samstarfsyfirlýsingu um að Akureyri yrði fyrsta barnvæna sveitarfélagið á Íslandi. Akureyrarbær vinnur nú markvisst að því að verða barnvænt sveitarfélag.
Lesa fréttina Barnvænt sveitarfélag
Samfélagstíðindi - Jakobsvegurinn vinsæll á eyfirska safnadeginum

Samfélagstíðindi - Jakobsvegurinn vinsæll á eyfirska safnadeginum

Eyfirski safnadagurinn fór fram á sumardaginn fyrsta með þátttöku 16 safna og sýninga við Eyjafjörð. Á Amtsbókasafninu kynntu hjónin Gísli Einarsson og Guðrún Hulda Pálmadóttir Jakobsveginn, sem þau gengu vorið 2017, alls 776.2 km. Þau ráku ferðasögu sína í máli og myndum en þema eyfirska safnadagsins í ár var ferðalög. Vel yfir 100 manns mættu á Amtsbókasafnið til þess að hlýða á kynninguna sem var afar fróðleg og skemmtileg.
Lesa fréttina Samfélagstíðindi - Jakobsvegurinn vinsæll á eyfirska safnadeginum