Umhverfisstefna

Hjólastæði

Amtsbókasafnið leggur ríka áherslu á umhverfisvernd og meðvitaða stefnu í umhverfismálum. Þess vegna leitast safnið við að hafa jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag með ákvörðunartöku sinni og þjónustu. Það er gert með eftirfarandi hætti:

  • Að velja vörur og þjónustu með tilliti til umhverfisins.
  • Að fara varlega og sparlega með öll spilliefni, flokka þau frá sorpi, svo sem prentvökva, rafhlöður, flúorperur, málningu og leysiefni og koma þeim í spilliefnamóttöku.
  • Að flokka úrgang og stefna að því að sem minnst af honum fari sem almennt sorp til förgunar, öðru sé skilað sem hráefni til endurnýtingar og endurvinnslu.
  • Að allur óskilafatnaður og skór fari til líknarfélaga svo sem Rauða krossins, Hjálpræðishersins og Mæðrastyrksnefndar.
  • Pappír,plast, gler, málmar og timbur fari í endurvinnslu.
  • Að gert verði ráð fyrir flokkun sorps í öllu húsnæði bókasafnsins.
  • Að gönguleiðir séu greiðar og hjólastæði næg fyrir hjólandi vegfarendur.
  • Að draga smám saman úr eftirspurn eftir plastpokum. Það hefur m.a. verið gert með því að bjóða safngestum upp á ókeypis taupoka undir bækur og með því að hvetja gesti til að mæta með poka að heiman, sjálfum sér eða öðrum til handa. Í sumar býðst safngestum einnig að sauma sína eigin bókapoka á safninu sjálfu. Saumvél, efni og útbúnaður á staðnum. 

Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum!

 

Síðast uppfært 21. júní 2017