Góð þjónusta og ánægja íbúa

Athygli er vakin á nýútkomnum niðurstöðum Gallup um þjónustu sveitarfélaga 2018 - í lýsingu á markmiði rannsóknarinnar segir: "að kanna ánægju með þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins og gera samanburð þar ásamt því að skoða breytingar frá fyrri mælingum".

Í frétt á www.akureyri.is segir að ánægja íbúa Akureyrarbæjar með þjónustu sveitarfélagsins hafi aukist milli ára í 11 af þeim 13 þjónustuþáttum sem Gallup spurði um til að kanna viðhorf íbúa til þjónustu sveitarfélagsins. Þar segir ennfremur að Í tveimur flokkum er ánægjan jöfn því sem var árið á undan en 92% íbúa Akureyrarbæjar eru samkvæmt könnuninni ánægðir með sveitarfélagið sem stað til að búa á.

Finna má áðurnefnda frétt með því að smella HÉR og þar eru tenglar á þau gögn sem sýna niðurstöður rannsóknarinnar.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan