Spilaklúbbur

Þekkir þú barn sem hefur gaman af að spila?

Yfir vetrartímann eru haldnir spila''hittingar'' á Amtsbókasafninu fyrir börn á aldrinum 9-13 ára. Klúbburinn hittist á kaffihúsi safnsins aðra hverja viku. Hrönn Björgvinsdóttir, ungmennabókavörður, heldur utan um hópinn.

Allir krakkar á aldrinum 9-13 ára eru hjartanlega velkomnir! Ekkert þátttökugjald.

Engin þörf er á að skrá sig fyrirfram, nóg er að mæta á staðinn.

Foreldrar og forráðamenn geta fylgst með starfi spilaklúbbsins í hóp á Facebook. Nánari upplýsingar veitir Hrönn á netfanginu: hronnb@amtsbok.is

Dagsetningar spilaklúbbsins er að finna í viðburðadagatali Amtsbókasafnsins.

Mynd af spilaklúbbi

Síðast uppfært 25. október 2022