Upplýsingar um viðburð

Hvað er sumarlegra en að flatmaga í sólinni með góða bók? Á tímabilinu 25. maí – 25. ágúst stendur Amtsbókasafnið fyrir sumarlestri fyrir 13–18 ára.
Fyrir hverja lesna bók á tímabilinu má fylla út þátttökumiða þar sem skrifuð er stutt umsögn um bókina og fyrir hvaða aldur viðkomandi finnst hún henta. Þátttökumiða má nálgast hér, á Instagram-síðunni Bækur unga fólksins og á Amtsbókasafninu. Miðum er skilað rafrænt eða í kassa í ungmennadeildinni. Sumarlesturinn á við um allar tegundir bóka, líka rafbækur, hljóðbækur, teiknimyndasögur og manga. Bækurnar mega vera á öllum tungumálum, eitthvað fyrir alla.
Þann 29. ágúst verður svo dreginn út heppinn þátttakandi sem fær að launum 10.000 króna gjafabréf í Pennanum-Eymundsson.
Sumarlesturinn er samtvinnaður Instagram-síðunni Bækur unga fólksins og samnefndum Facebook-hóp. Bókaumsagnir af þátttökumiðum gætu verið birtar en birtingin er alltaf nafnlaus og einungis kemur fram aldur lesandans.
Markmið sumarlestrarátaksins er þannig þríþætt:
- Að hvertja ungmenni til lesturs.
- Að sjá hvaða bækur höfða til ungmenna, til þess að bókasafnið geti veitt þessum aldurshópum betri þjónustu.
- Að gera lestur ungmenna sýnilegri og skapa samtal um bækur með því að birta umsagnir ungmenna.
Það er því ekki seinna vænna en að grípa bók og leggjast út í sólina og lesa.
Gleðilegan sumarlestur!