13.feb

Skipti- og gjafabókamarkaður Móðurmáls - Book exchange

Skipti- og gjafabókamarkaður Móðurmáls - Book exchange

Þriðjudaginn 13. febrúar frá 16-18:30 býður Bókasafn Móðurmáls í samstarfi við Amtsbókasafnið öllum áhugasömum á skipti- og gjafabókamarkað á Amtsbókasafninu.

Við erum að gefa fullt af góðum barnabókum á fjöl mörgum tungumálum. Þetta eru allt aukaeintök eða bækur sem við erum ekki að taka inn í safnið, sem við viljum gefa nýtt heimili. Allir eru hvattir til að koma með barna– og unglingabækur á öllum erlendum tungumálum sem geta öðlast framhaldslíf og veitt öðrum gleði á nýjum heimilum.

Bókasafn Móðurmáls er sjálfboðarekið bókasafn með erlendum tungumálum fyrir börn og ungmenni. Við eigum um 8500 bækur á 94 tungumálum og er hægt að sjá safnkostinn okkar á modurmal.leitir.is (samskrá íslenskra bókasafna). Safnið er staðsett á Suðurlandsbraut 6 og er opið á föstudögum frá 15-17 auk þess að vera opið 1-2 laugardaga í hverjum mánuði. Frekari upplýsingar er að finna undir https://www.modurmal.com/library/

Við vonumst til að sjá sem flesta og heyra fjölbreytt tungumál í öllum krókum og kimum!

-----

This year Bókasafn Móðurmáls (Library of Mother Tongue) – together with Akureyri City Library, invites you to a book exchange/donation market in Amtsbókasafnið on Tuesday February 13th from 4 pm to 6.30 pm

We are giving away lots of good children’s books in various languages. These are all extra copies or books that are not suited to the library, and we are hoping for them to get a new home.
Everybody is encouraged to bring books for children and youngsters in any language to exchange so that they can bring joy in new homes.

Móðurmál's library is a voluntary base library with foreign languages for children and youth. We have around 8500 books in 94 languages and it's possible to see our collection on modurmal.leitir.is (union catalogue for Icelandic libraries). The library is located in Suðurlandsbraut 6 and is open every Friday from 15-17 and also 1-2 Saturdays every month. Further information can be found at https://www.modurmal.com/library/

We hope to see as many of you as possible and to hear mother tongues from all over the world in every corner of the house!