8.des

Sigmundur Ernir - hádegisupplestur

Sigmundur Ernir - hádegisupplestur

Sigmundur Ernir Rúnarsson heiðrar okkur með nærveru sinni föstudaginn 8. desember kl. 12:30. Huggulegur hádegisupplestur upp úr nýjustu bók hans.

Hann gaf nýverið út bókina „Í stríði og friði fréttamennskunnar“ þar sem hann fléttar saman æviminningum sínum og uppgjöri við einstaklega litríkan fjölmiðlaferil í návígi við stærstu atburði í lífi þjóðarinnar. Um leið er frásögnin Íslandssaga sem nær frá forpokuðu klíkusamfélagi karlveldisins til frelsis og fjölbreytileika sem þó glímir alltaf við afturhaldið.

Heitt á könnunni. Öll velkomin!