12.jún

Sumarsmiðjur - Legosmiðja/Lego workshop

Sumarsmiðjur - Legosmiðja/Lego workshop

English below:
Sumarsmiðjur Amtsbókasafnsins 2024 eru fyrir börn á aldrinum 7-12. ára. Smiðjurnar eru opnar og ekki þarf að skrá sig fyrirfram.

Miðvikudaginn 12. júní ætlum við að byggja atriði úr okkar uppáhalds bók úr legokubbum. Mæting er klukkan 9. Krökkunum verður skipt niður í hópa, 3-4 saman í hóp. Hópurinn velur sér bók, skoðar hana og kemur sér saman um hvaða atriði úr bókinni þau ætla að byggja úr lego kubbum.

Spennandi að sjá hvaða bækur verða fyrir valinu og hvernig krökkunum gengur að byggja atriði úr bókinni úr lego kubbum.

Öll börn á aldrinum 7-12 ára hjartanlega velkomin!

Nánari upplýsingar veitir Eydís á netfanginu eydisk@amtsbok.is

„Við hvetjum ykkur til að mæta með umhverfisvænum hætti á viðburðinn. Frítt er í strætó og allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá safninu.“

- - - - - - - - -

English:
The Municipal Library's 2024 summer workshops are for children aged 7-12. years. The workshops are open and there is no need to register in advance.

On Wednesday, June 12, we are going to build a scene from our favorite book out of lego blocks. Arrival is at 9 o'clock. The children will be divided into groups, 3-4 together in a group. The group chooses a book, looks at it and agrees on which scenes from the book they are going to build from lego blocks.

Exciting to see which books will be chosen and how the kids build scenes from the book out of lego blocks.

All children aged 7-12 are welcome!

Eydís provides further information at the email address eydisk@amtsbok.is

"We encourage you to attend the event in an environmentally friendly manner. The bus is free and all buses stop in the city center 300 meters from the library."