22.nóv

Gjafabréfasmiðja

Gjafabréfasmiðja
Hvernig væri að gefa umhverfisvæna jólagjöf sem þarf ekki að kosta krónu?
Í tilefni evrópsku nýtnivikunnar blásum við til gjafabréfasmiðju þar sem þátttakendur eru hvattir til þess að gefa upplifun eða góðverk.
Gjafabréfin verða unnin undir handleiðslu listakonunnar Jonnu og verða að sjálfsögðu úr endurunnum efnivið.
Hægt er að gefa hvað sem er með þessum gjafabréfum, til dæmis:
- Gönguferð
- Norðurljósaskoðun með heitu kakói
- Pössun
- Matarboð
- Þrif
- Sundferð og ís
- Spilakvöld
- Snjómokstur
- Veiðiferð
- Heimsókn á bókasafnið
Gjafabréfasmiðjan verður síðan aðgengileg fram að jólum og við hvetjum sem flesta til að gefa upplifun eða góðverk í jólagjöf.