Upplýsingar um viðburð
Laufey Hrólfsdóttir næringafræðingur heldur úti Facebook síðunni Gott upphaf – næringarráðgjöf. Þar deilir hún uppskriftum, almennum pistlum og fróðleiksmolum um næringu. Allar upplýsingar eða ráðleggingar eru byggðar á klíniskum leiðbeiningum og/eða rannsóknum sem birtar hafa verið í ritrýndum vísindagreinum. Laufey hefur haldið frábær námskeið um næringu ungbarna en einnig býður hún upp á fyrirlestra fyrir hópa sem vilja fræðast um næringu almennt, eða á sérstökum tímabilum t.d. næringu á meðgöngu, næringu ungbarna/barna eða aldraðra. Einnig hefur hún tekið að sér að halda fyrirlestra fyrir börn í íþróttum.
Laufey kemur til okkar og segir okkur frá námskeiðunum sínum en einnig hefur hún gefið út gagnlegt hefti sem verður til sölu á staðnum.
Öll velkomin!
* Fræðslumorgnar eru styrktir af Norðurorku.