apr-júl

Einar Áskell 50 ára!

Einar Áskell 50 ára!

Þessi sýning er haldin til að heiðra Einar Áskel og auðvitað höfund hans, Gunillu Bergström, í tilefni af 50 ára afmælinu. Það var nefnilega árið 1972 sem fyrsta bókin um hann kom út á sænsku en hún heitir á íslensku Góða nótt, Einar Áskell.

Sýningin var áður á barnabókasafni Norræna hússins, unnin í samvinnu við sænska sendiráðið og Sænsku stofnunina á Íslandi.

Bækurnar hafa verið þýddar á fleiri en 30 tungumál og eru enn mjög vinsælar, t.d. hér á Amtsbókasafninu á Akureyri.

Á sýningunni er þyrla sem börn mega fara inn í, spjald með Einari og pabba hans sem hægt er að mynda sig í, kósí sófi og púðar, veggspjöld og fleira. Á borði í anddyrinu eru sögupokar með spilum, böngsum, kubbum, bók og fleiru. Þeir eru lánaðir út í 14 daga og hægt er að lána þá í sjálfsafgreiðslu.

Sjón er sögu ríkari og því hlökkum við til að sjá ykkur hér á Amtsbókasafninu til að njóta sýningarinnar. En við látum fylgja hér myndir með.

Sýningin stendur til og með 18. júlí nk.

Mynd frá sýningu um Einar Áskel (50 ára)

Mynd frá sýningu um Einar Áskel (50 ára)

Mynd frá sýningu um Einar Áskel (50 ára)

Mynd frá sýningu um Einar Áskel (50 ára)

Mynd frá sýningu um Einar Áskel (50 ára)

Mynd frá sýningu um Einar Áskel (50 ára)

Mynd frá sýningu um Einar Áskel (50 ára)

Mynd frá sýningu um Einar Áskel (50 ára)

Mynd frá sýningu um Einar Áskel (50 ára)

Mynd frá sýningu um Einar Áskel (50 ára)

Mynd frá sýningu um Einar Áskel (50 ára)

Mynd frá sýningu um Einar Áskel (50 ára)

Mynd frá sýningu um Einar Áskel (50 ára)

Mynd frá sýningu um Einar Áskel (50 ára)

Mynd frá sýningu um Einar Áskel (50 ára)

Mynd frá sýningu um Einar Áskel (50 ára)