ágú-sep

Come out to play - Heimir Snær

Come out to play - Heimir Snær

Come out to play er fyrsta myndlistarsýning Heimis Snæs eftir nám í Cumbria-háskólanum í Norður-Englandi. Sýnd eru í senn eldri og nýrri verk sem uppljóstra hryllilega eiginleika í leikgleði og leikjum, ásamt þá ískyggilegu tvísýni sem einkenna þau.

Heimir Snær er lærður listmálari úr Myndlistarskólanum í Reykjavík og nýútskrifaður úr Cumbria-háskólanum með bakkalársgráðu í myndlist. Heimir Snær hefur áður sýnt í Núllinu, Reykjavík 2021 (Sjálfur), Holunni, Akureyri 2022 (Andlitsleysur) og á útskriftarsýningu Cumbria-háskólans 2023 (Áður en við förum).

Þetta er sölusýning!

Mynd af sýningarborði með bæklingum og pappírum