Upplýsingar um viðburð

Í vatnslitaklúbbnum lærir þú grunntækni í vatnslitun og færð aðstoð við að gera þitt eigið málverk.
Þema vikunnar er flóra.
Það skiptir ekki máli hvort þú ert byrjandi eða lengra komin/n, Jitka verður á staðnum allan tímann til að leiðbeina og hjálpa. Klúbburinn fer aðallega fram á ensku.
Það verða vatnslitir og blöð á staðnum, en fólk má endilega koma með sínar eigin vörur ef það vill.
Málum saman og slökum á!