júl

Útihugleiðsla í hádeginu

Útihugleiðsla í hádeginu

Alla fimmtudaga í júlí kl. 12:10 mun kennari frá Ómur Yoga & Gongsetur leiða 15-20 mín. hugleiðslu úti á flötinni fyrir framan Amtsbókasafnið.

Hvað er betra en að kyrra hugann í friði og ró utandyra! Nú ef það rignir þá færum við viðburðinn inn og komum okkur notalega fyrir á pullum á 2. hæðinni með útsýni yfir bæinn.

Þess má geta að grænmetisréttir eru á matseðlinum hjá Orðakaffi • Lunch buffet • Pastry • Café alla fimmtudaga. Því er kjörið að tvinna saman hugleiðslu og grænmetisrétt.

Verið öll hjartanlega velkomin í hugleiðslu við Amtsbókasafnið, öll fimmtudagshádegi í júlí. Þátttaka er ókeypis.

Viðburðurinn er framlag Amtsbókasafnsins til Listasumars og nýtur stuðnings Akureyrarstofu.